50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
Um er að ræða 50 þætti úr sögu barnaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi / Sveitarfélaginu Vogum, en 46 þeirra birtust vikulega í Víkurfréttum allt árið 2022, í tilefni 150 ára afmælis skólans.
Höfundur fékk þá hugmynd haustið 2021 að vinna úr gögnum sem hann hafði safnað í tengslum við 140 ára afmæli
skólans 2012, fyrir áhrif frá Snæbirni Reynissyni skólastjóra og Hauki Aðalsteinssyni sagnfræðigrúskara, sem höfðu
þegar um aldamótin safnað dálitlu efni og haldið upp á 130 ára afmælið 2002. Talsvert af handskrifuðum gögnum frá allri 20. öld voru varðveitt í skólanum. Þau nýttust vel við skrif þessi. Þau voru síðan skönnuð og verða geymd á
stafrænu formi í skólanum og hjá höfundi, en frumritunum skilað á Þjóðskjalasafnið.
Skólinn hefur verið sniðgenginn þegar fjallað er opinberlega um elstu barnaskóla landsins. Þó hafði verið birt efni um hann í tímaritinu Faxa, aðallega árg.1982 og 1990, m.a. byggt á ritgerð þriggja kennaranema sem tengdust skólanum, en í tveggja binda verki Kennaraháskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar frá 2008, Almenningsfræðsla á Íslandi, er skólinn ekki nefndur á nafn. Skólinn er þó nefndur í bókum Gunnars M. Magnúss: Jón Skálholtsrektor (1959) og Saga alþýðufræðslunnar á Íslandi (1939).
Vinnan við efni þetta hófst í nóvember 2021 og stóð fram í febrúar 2023. Unnið var eftir grófri áætlun en talsvert
spunnið jafnóðum. Ákveðið var að auk vefs Víkurfrétta yrðu þáttunum safnað saman undir sérstakan flipa bæði á vef skólans og á vef Sveitarfélagsins Voga og hafa Hilmar E. Sveinbjörnsson skólastjóri og Daníel Arason menningarfulltrúi sveitarfélagsins séð um það.
Í byrjun nefndu flestir þetta efni pistla, en höfundur varð fráhverfur því og kaus frekar að nota orðið þátt og leit svo á að hann væri að vefa úr þáttum – eða þráðum – úr mikilli sögu sem yrði aldrei sögð öll. Höfundur hafði á tilfinningunni að hann væri að púsla saman bitum úr ólíkum áttum þannig að úr yrði heildarmynd.
Heimildir allra þáttanna eru flestar tilgreindar í heimildaskrá (49. þáttur), þó ekki eftir hefðbundnum reglum
fræðimanna, höfundur kaus að sveigja þær að tilefninu og birta smá upplýsingar um sumar heimildanna. Einnig er
helstu heimilda getið í lok hvers kafla, þó ekki tæmandi. Á báðum stöðum eru „hlekkjaðar“ þær heimildir sem fundust á vef. Einnig eru hlekkir á stöku stað inni í texta, þó ekki kerfisbundið. Auk heimildarskrár var einnig gerð mannanafnaskrá, í stafrófsröð og með stuttum skýringum við hvern og einn (þáttur 47).
Höfundur lagði af stað með hugmynd, sem þróaðist allan tímann, t.d. skipting í þætti og heiti þeirra. Leitast var við að fylgja tímaröð – þó ekki um of – og forðast að lesandi gæti séð fyrir hvaða efni kæmi í næstu viku. Reynt var að koma sem mestu af bitastæðu efni að og púsla því saman. Leitast var við að tengja sögu þessa tiltekna skóla almennri þróun skóla í landinu. Höfundur hafði kennt við Stóru-Vogaskóla 2000 – 2016. Áður hafði hann kennt í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla og unnið sem námstjóri í menntamálaráðuneytinu 1982 -‘92 og öðlast þannig nokkra yfirsýn yfir skólakerfið.
Æ oftar fann höfundur efni sem átti best heima í þáttum sem þegar höfðu birst á prenti í Víkurfréttum og skráði það þá inn í handrit viðeigandi þáttar (með rauðu letri í byrjun). Þannig varð prentvæna útgáfan til og þáttunum á vef skólans og sveitarélagsins var jafnframt breytt. Að lokinni snyrtingu var heildarhandrit þetta birt á pdf-formi á sömu vefsíðum og þættinir og merkt sem prentvænt, þannig að lesendur geta prentað allt efnið út sem 90 blaðsíðna hefti, ef þeim sýnist svo.
Fyrstu þættirnir voru margir birtir án þess að neinn hefði lesið þá nema höfundur, en Særún Jónsdóttir las mikið af
textanum, kom með tillögur að betra málfari og leiðrétti villur. Einnig las Ragnheiður E. Jónsdóttir marga þætti og
kom með ábendingar. Hilmari E. Sveinbjörnssyni skólastjóra, Daníel Arasyni menningarfulltrúa sveitarfélagsins
og Páli Ketilssyni ritstjóri Víkurfrétta er þakkað ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
Ljósmyndir eru úr ýmsum áttum: úr safni höfundar, úr safni skólans, af fb-vefnum Brunnastaðaskóli á Vatnsleysuströnd, frá ljósmyndaranum Eyjólfi Guðmundssyni o.fl. og er öllum ljósmyndurunum hér með þakkað fyrir.
Myndin er af höfundi, Þorvaldi Erni Árnasyni og Steinarri Þór Þórðarsyni, tekin í vinnustofu kennara í Stóru-Vogaskóla veturinn 2001.
Á vetrarsólstöðum 2022 og á vorjafndægrum 2023. Þorvaldur Örn Árnason
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans