Sálfræðiþjónusta
Hlutverk sálfræðings í grunnskóla er fyrst og fremst snemmtækt mat greiningu á stöðu nemandavegna náms, hegðunar og sálrænna erfiðleika.
Einnig er veittur stuðningur við nemendur, foreldra og starfsfólk skóla í formi ráðgjafar, fræðslu og eftirfylgni. Í kjölfar umsóknar, sem hægt er að nálgast hjá skrifstofu skólans, tekur tilvísunarferli í gang sem þarf að ljúka áður en umsókn er fullgild. Ávallt skal liggja fyrir samþykki foreldra þegar máli barna er vísað til sálfræðings og skulu beiðnir um greiningu berast til skólans eftir umfjöllun og samþykki í nemendaverndarráði. Sálfræðingur situr í nemendaverndarráði.