4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
Stefán Thorarensen kom því til leiðar að hér var stofnaður skóli og byggt skólahús 1872, en þá voru starfandi tveir barnaskólar á landinu, á Eyrarbakka frá 1852 og Reykjavík frá 1862.
Stefán fæddist 10. júlí 1831 og dó 26. apríl 1892. Foreldrar voru Síra Sigurður Gíslason Thorarensen í Hraungerði og Guðrún Vigfúsdóttir sýslumanns Thoroddsen að Hlíðarenda, fædd að Stórólfshvoli, systir Bjarna amtmanns þjóðskálds.
Stefán útskrifaðist úr prestaskóla 1855, varð þá aðstoðarprestur föður síns, en fékk svo Kálfatjörn 8. júlí 1857 og var prestur þar í 29 ár, til 1886 er hann lét af prestsskap og flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hann til æviloka, 1892, í húsi því sem nú er Humarhúsið. Hannes Hafstein, skáld og síðar ráðherra, keypti það hús að Stefáni látnum.
Stefán missti fyrri konu sína, Rannveigu Sigurðardóttur Sivertsens áður en hann flutti að Kálfatjörn. Hann giftist síðar alsystur hennar, Steinunni, og lifði hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið.
Stefán var áhugamaður um öll fræðslumál. Kom hann á fót barnaskóla fyrir Vatnsleysustrandarhrepp, en slíkt var ekki fyrirhafnarlaust á þeim tímum. Lestrarfélag stofnaði hann einnig, sem stóð með blóma undir stjórn hans sem formanns, allt þar til hann flutti burt úr prestakallinu. Stefán var framfarasinnaður og skrifaðist á við Jón Sigurðsson.
Heimili þeirra Kálfatjarnarhjóna var rómað fyrirmyndarheimili, glaðvært og gestrisið, og var viðurkennt, að heimilishættir, sem þar tíðkuðust, hefðu haft mikil áhrif til bóta á ýmis heimili í báðum sóknum séra Stefáns, enda var hann sjálfur mjög dagfarsprúður maður.
Það sem hefur gert séra Stefán þjóðkunnan er sálmakveðskapur hans og afskifti af íslenskum sálmabókum. Hann sat í tveimur sálmabókanefndunum, lagfærði eða orkti 95 sálma í sálmabókina 1871 og 44 sálma í sálmabókina 1886. Hann var frábær söngmaður og manna söngfróðastur.
Það er ljóst að Stefán Thorarensen var enginn kotbóndi, hvorki á Kálfatjörn né í Reykjavík. Hann varð prestur á Kálfatjörn aðeins 26 ára gamall og gengdi því starfi í 29 ár, lét af störfum vegna heilsubrests aðeins 55 ára gamall. Hann var aðeins 61 árs er hann lést í Reykjavík og er jarðsettur í Hólavallagarði, leiði R-420. Hér er byggt á æviágripi Stefáns í Prestafélagsritinu 1931.
Kristleifur Þorsteinsson stundaði sjóróðra á Vatnsleysuströnd 10 vertíðir og segir svo frá í Kirkjuritinu 1940, bls. 361: ”Þá var séra Stefán Thorarensen, sálmaskáld, prestur á Kálfatjörn. Bar hann mjög af mönnum að líkamsatgerfi, en einkum var það hans frábæra söngrödd, sem gerði hann ógleymanlegan öllum þeim, sem til hans heyrðu. Organleikari í Kálfatjarnarkirkju var þá Guðmundur Guðmundsson í Landakoti. Hafði hann jafnan á vertíðinni flokk úrvalssöngmanna, sem hann æfði undir hverja messu. Á laugardögum tók séra Stefán sálmana til, sem átti að syngja við messu næsta dag. Sendi hann Guðmundi í Landakoti númer þeirra, til þess að hann gæti æft flokk sinn á laugardagskvöldum eða sunnudagsmorgna, áður en til messu var tekið. Öll messugjörð í Kálfatjarnarkirkju var þá, að mínum dómi, svo fögur og heillandi, að henni var ekki unt að gleyma.”
Hér er fjallað um einn af mörgum sálmum sem Stefán þýddi: Ó, hve dýrðlegt er að sjá.
Í næstu pistli sjáum við hvað Ágúst Guðmundsson frá Halakoti segir um Stefán og skólann, en hann var fermingarbarn Stefáns og nemandi í Suðurkotsskóla.
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans