36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
Barnaskóli var stofnaður í Vatnsleysustrandarhreppi 12. september 1872, í sérbyggðu húsi, og hefur hann starfað samfellt síðan, nú undir nafninu Stóru-Vogaskóli. Þegar svo gamall skóli á stórafmæli er það stór viðburður.
Haldið var upp á 140 ára afmælið árið 2012. Á Youtube er korters myndskeið frá þeim hátíðarhöldum og undirbúningi þeirra – og annað frá klukkustundar hringborðsumræðum um sögu skólans.
Allt núverandi afmælisár (2022) birtist einn þáttur vikulega í Víkurfréttum og á vefnum (á vf.is, vogar.is og storuvogaskoli.is) og verður svo út afmælisárið.
Ástæða er til að minnast þess afreks forfeðra okkar og mæðra – að koma hér á fót skóla fyrir öll börn, stúlkur sem drengi, snauða sem ríka – löngu áður en skólaskylda komst á og opinberir aðilar fóru að sinna skólamenntun barna af alvöru. Þá hafði barnaskóli starfað á Eyrarbakka í 20 ár og í Reykjavík í 10 ár.
Það er ástæða til að halda fána Stóru-Vogaskóla hátt á lofti nú á 150 ára afmæli hans, því of fáir þekkja sögu hans. Skólans er ekki getið í tveggja binda verki Kennaraháskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar: Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007. Ekki er það vegna skorts á heimildum. Gerðaskóla, sem stofnaður var mánuði síðar haustið 1872, er oft getið í fyrrnefndu verki, en þegar afmælisrit þess skóla var gefið út upp úr síðustu aldamótum var okkar skóla ekki heldur getið þar. Suðurnesjatímaritið Faxi hefur hins vegar fjallað ítarlega um sögu skólans.
Séra Stefán Thorarensen, prestur og sálmaskáld á Kálfatjörn, átti frumkvæði að því að stofna hér skóla. Hann stofnaði til þess félag sem aflaði fjár og lét byggja skólahús. Þannig starfaði skólinn frá upphafi í eigin húsnæði. Stefán samdi reglugerð fyrir skólann í 30 greinum, eins konar skólanámskrá. Vísir var að unglingadeild og heimavist var frá upphafi, en það starf virðist hafa fjarað út.
Í upphafi hét skólinn “Thorchillii Barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi”, í minningu Jóns Þorkelssonar frá Innri-Njarðvík (1697-1759), sem kallaði sig Thorchillius upp á latínu. Hann var barnlaus efnaður menntamaður, m.a. Skálholtsrektor um skeið. Hann stofnaði Thorkilliisjóð til að styrkja, eftir sinn dag, fátæk börn til mennta og naut skólinn og fátækir nemendur hans þess sjóðs. Þetta langa nafn festist ekki við skólann, heldur var hann kallaður Suðurkotsskóli, enda byggður á jörðinni Suðurkoti í Brunnastaðahverfi. Seinna (1938) breyttist nafnið í Brunnastaðaskóli. Grunnur elsta skólahússins þar er enn heillegur. Þegar skólinn var síðan fluttur í Voga árið 1979 fékk hann núverandi nafn, Stóru-Vogaskóli, enda byggður í túni hins forna höfuðbýlis Stóru-Voga.
Öll þessi 150 ár er þetta í raun sama stofnunin, þó hús væru byggð og rifin og nöfnum breytt. Byggð voru minni skólahús og starfrækt um tíma - eins konar útibú frá skólanum - í fjarlægum hverfum, þegar þar var barnmargt. Þannig starfaði skóli í Kálfatjarnarhverfi 1893-1910, fyrst á Þórustöðum og í Landakoti og frá 1903 í sérbyggðu skólahúsi í Norðurkoti; og í Vatnsleysuhverfi 1910-1914 og 1925-1943. Frá haustinu 1943 hefur verið skólabíll og eftir það er öll kennslan á einum stað. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur endurbyggt Norðurkotsskóla að Kálfatjörn og er þar nú skólasafn.
Fyrstu 100 árin var fjöldi skólabarna á bilinu 20-50, fór upp í 100 um 1990 og í 200 um 2010. Upphafi skólans eru gerð góð skil í fyrstu þáttunum.
Myndir frá skólasafninu Norðurkotsskóli, á Kálfatjörn, í umsjón Sögu- og minjafélags Vatnsleysustrandar.
Í Stóru-Vogaskóla eru nú um 160 nemendur í 1.-10. bekk, í 2700 m2 húsnæði. Til samanburðar má geta þess að fyrsta hús skólans var 56 m². Íbúar í Sveitarfélaginu eru um 1400, en voru um 800 þegar skólinn var stofnaður. Þeim fækkaði allt niður undir 250 á 5. áratugnum, en hefur fjölgað síðan og fjölgar nú ört. Fyrstu öldina var starfsfólkið lengst af einn eða tveir kennarar, auk þeirra sem komu að þrifum og viðhaldi skólahússins og árlegrar aðkomu læknis við heilsufarsskoðun. Upp úr miðri 20. öld tók starfsfólki að fjölga, einnig árgöngum nemenda, skólatíminn að lengjast og þjónustan við nemendur varð fjölþættari. Nú starfa alls 45 manns við skólann, þar af 25 kennarar. Að auki nýtur skólinn sálfræði-, heilbrigðis- og félagsþjónustu eftir þörfum.
Skólinn hefur á að skipa metnaðarfullu starfsliði. Eins og í upphafi er vel hugsað um börn sem minna mega sín eða hafa ýmiss konar sérþarfir. Einnig er markvisst unnið gegn einelti. Skólinn hefur þá sérstöðu að nemendur fá hollan hádegismat, eldaðan á staðnum, í boði sveitarfélagsins. Hér er leitast við að sinna vel bæði andlegum og líkamlegum þörfum barna, óháð efnahag foreldra.
Kjarni starfsliðs skólans 1973, Kópur var lengi skólabílstjóri, vinsæll. Hreinn var frábær skólastjóri í 12 ár. Jón var kennari og hafði áður verið skólastjóri í áratug. Bragi var sóknarprestur og stundakennari. Helga Sigríður var kennari manna lengst við skólann, vinsæl. Að auki voru stundakennarar í handmennt og íþróttum. Á þessum tíma eru rúmlega 60 nemendur í skólanum, á aldrinum 7-15 ára.
10. bekkur sem útskrifaðist vorið 2022, með umsjónarkennara sínum, Hannesi B. Hjálmarssyni.
4. bekkur veturinn 2021-2022, með Sædísi Maríu, umsjónarkennara sínum. Sædís er einn nemenda skólans sem lærði til kennara og leggur fyrir sig kennslu.
Heimildir: Listi yfir heimildir sem notaðar eru í þáttum skólasögunnar, fylgir þáttunum í sér skjali á vogar.is og storuvogaskoli.is
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans