30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
Skólahús hafa ávallt verið öðrum þræði samkomuhús síns byggðarlags. Það voru Suðurkotsskóli, Brunnastaðaskóli, Vatnsleysuskóli – og síðan Stóru-Vogaskóli, en samkomu- og matsalur skólans frá 2005 er jafnframt aðal samkomusalur bæjarins.
Skólinn var frá upphafi eins konar miðstöð sveitarinnar. Þar voru haldnir fundir, kosningar, fyrirlestrar og skemmtanir og stöku sinnum gefið frí vegna þess. Fyrstu áratugina var allur póstur sendur þangað, svo börnin gætu farið með hann heim til sín. Skólahúsið og tilheyrandi jörð var þó í upphafi ekki eign sveitarsjóðs heldur sérstaks skólasjóðs, sem var undir stjórn skólanefndar sem presturinn veitti forstöðu, og sveitarsjóður tók óverulegan þátt í skólakostnaði.
Lestrarfélagið Baldur hefur lengstum verið til húsa í skólanum, fyrst í Suðurkoti og nú í Vogum. Að sögn Sigurður P. Sívertsen í Prestafélagsritinu 1931 mun Stefán Thorarensen hafa stofnað lestrarfélag sem blómstraði undir hans formennsku þar til hann flutti úr prestakallinu 1886. Sr. Árni Þorsteinsson segist í grein í Fjallkonunni hafa komið á fót lestrarfélagi 1893 með 34 meðlimi, en hafi átt erfitt uppdráttar. Þegar Ólafur Guðjónsson, kennari, fékk berkla 1909 var bókunum pakkað niður og kassarnir ekki opnaðir í marga áratugi, af ótta við smit. Gert var átak til að efla bókasafnið að nýju upp úr 1980, eftir að því var ætlað húsnæði í Stóru-Vogaskóla. Nú er vel búið að bókasafninu í Stóru-Vogaskóla og þjónar það jafnt skólanum og íbúunum.
Fyrsta ungmennafélag landsins var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Ári síðar voru landssamtök ungmennafélaganna á Íslandi, UMFÍ, stofnuð á Þingvöllum undir kjörorðinu Ræktun lýðs og lands. Egill Hallgrímsson var við nám í Flensborgarskóla 1906-1907 og kynntist þar uppvaxandi ungmennahreyfingu. Hann dvaldi í Vogum næsta vetur og stofnaði 1908, ásamt nokkrum ungum mönnum, Ungmennafélag Vatnsleysustrandar, sem fékk aðsetur í barnaskólahúsinu og greiddi fyrir það leigu, allt upp í 20 kr. á ári. Haldnir voru fundir, fyrirlestrar, skemmtanir, söngur, glímur, Möllersæfingar, gefið út handskrifaða blaðið Vöggur, hlúð að Lestrarfélaginu og það notað, gróðursett tré o.m.fl. Meðal forkólfa félagsins, auk Egils, voru kennarnir Ólafur Guðjónsson, Ingvar Gunnarsson og Kristmann Runólfsson. Einnig má nefna Árna Klemens Hallgrímsson sem síðar varð lengi hreppstjóri og skólanefndarformaður. Félagið var í U.M.F.Í., átti fulltrúa á fjórðungsþingum og starfaði í u.þ.b. áratug. Eftir að það lagðist af héldu áfram glímuflokkur og söngflokkur og líklega einig leikfélag sem stóð fyrir sýningum 1920 og 1922.
Stúkur voru lengi starfræktar í skólahúsinu. Díana, nr. 30, starfaði 1896-1902, með allt að 60 félaga! Lögberg nr. 146 var skipuð ungu fólki og starfaði í Norðurkotsskóla 1907-1911. Ströndin nr. 211 starfaði 1926-1932 og var Viktoría skólastjóri þar stórtepmlar. Hún hafði mikinn áhuga á bindindismálum og stofnaði barnastúkuna Ársól nr. 84 árið 1926 (sjá mynd af skírteini frá því ári), sem starfaði undir verndarvæng Viktoríu þar til hún lét af stöfum 1952. Guðrún Lovísa (f.1922) segir: „..var ég varaforseti,...já varatemplar og sat fyrir framan Viktoríu,... hún var við púltið... og svo var æðsti drótt sem var og voða spennandi, allir með fína kraga, alveg niður á maga. En þetta var svo mikið fallegt allt saman. ...Við sungum bæði þegar við komum og fórum og svo var nú lesið sögur og segja okkur bara eitthvað og svo fórum við stundum bara út í leiki. Hún var bara besti foringi.“ Ása Árnadóttir var einig í stúkunni og tekur undir lýsingar Guðrúnar Lovísu. Á neðri myndinni stendur fólk úr stúkunum Stöndinni og Ársól undir Vegg Suðurkotsskóla 1936.
Núverandi ungmennafélag, Þróttur, var stofnað 1932 og kvenfélagið Fjóla 1925. Þau fengu inni í skólahúsinu í Suðurkoti (sem þá var orðið hrörlegt) og í Vatnsleysuskóla, uns félögin byggðu sérstakt samkomuhús 1933, sem fékk nafnið Kirkjuhvoll. Þar var ygsti börnunum kennt um tíma, og einnig ungmennakennsla á vegum Þróttar á árunum 1934-´39.
Skátafélagið Vogabúar var stofnað um 1960 og starfaði um árabil, lítið eitt í skólahúsinu en meira í heimahúsum og úti. Félagið hélt fundi og var með leiksýningu í Kirkjuhvoli, þar sem tjöldin fyrir sviðinu voru sérlega falleg.
Heimildir: Grein Egils Hallgrímssonar í Skinfaxa 1948, um Ungmennafélag Vatnsleysustrandar. Bók Guðm. Björgvins: Mannlíf og mannvirki… Ágrip af sögu Vatnsleysustrandarhrepps 1872-1982, í Faxa. Reikningar skólasjóðs. Sigurður P. Sívertsen í Prestafélagsritinu 1931 Árni Þorsteinsson í Fjallkonunni 1897. Teplar 31.12.1907.
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans