
Námsver
Námsver er fyrir þá nemendur sem geta ekki unnið í fjölmennum hópum ýmist vegna námslegra erfiðleika, einbeitingarskorts, þroskaraskana eða þurfa aðstoð þar sem þau eru á undan í sínu námi.
Nemendur í námsveri vinna ýmist samkvæmt einstaklingsnámskrá sem er sér sniðin þeim eða samkvæmt bekkjarnámskrá. Skipulag námsins er unnið í samvinnu við bekkjarkennara.