
Ísat - ver
Í Stóru-Vogaskóla er starfrækt ÍSAT-ver, þ.e. námsver fyrir nemendur sem hafa Íslensku Sem Annað Tungumál. Markmið námsversins er að gera nemendur betur í stakk búna til að stunda nám í almennum bekk. Hafa ber eftirfarandi í huga varðandi upphaf náms erlendra nemenda í grunnskólunum. Aðlögun í málveri getur nýst vel þeim nemendum sem koma frá fjarlægustu menningar- og málsvæðunum. Með því að vera í minni hóp í málveri og með kennara í íslensku sem öðru máli gefst kostur á að kanna stöðu nemandans, vinna með þætti eins og málhljóða- og framburðarþjálfum. Í ÍSAT-veri starfa tveir kennarar.