47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga – í stafrófsröð
Flestir eftirtalinna unnu við skólann í einhvern tíma. Hér vantar nokkra sem stoppuðu stutt við.
Aðalsteinn Aðalsteinsson kenndi 1988 – 1989.
Alexandra Chernyshova sópransöngkona var kennari við skólann 2017 – 2021. Hún kenndi tónmennt, söng og á hljóðfæri, var með ”bílskúrsband” nemenda og barnakór og lét nemendur semja lög og setja á youtube. Sjá þátt 37.
Aníta Ósk Drzymkowska er kennari, tvíburasystir Sædísar og áður nemandi við skólann.
Anna M. Ólafsdóttir kenndi 1989 – 1990, sjá mynd í Faxa 2.1990.
Anna Sólrún Pálmadóttir hefur kennt hér frá 2006 og lauk kennaraprófi 2012. Hún segir starfið vera fjölbreytt og gefandi.
Auðunn Bragi Sveinsson kenndi hér dönsku, íslensku og lesgreinar 1976 – 1977, hafði lengi verið skólastjóri í Þykkvabæ.
Ágúst Guðmundsson frá Halakoti (f.1869 d.1941) segir frá Stefáni Thorarensen í bók sinni, Þættir af Suðurnesjum, útg.1942. Hann var nemandi á fyrsta áratug skólans og fermingarbarn Stefáns. Sjá þátt 5.
Ágústa Guðjónsdóttir, f.1926, með kennarapróf frá 1951, kenndi hér 1959-1961, hætti vegna vanheilsu.
Árni Klemens Hallgrímsson (f.1893 d. 1965) var formaður skólanefndar 1926 – 1958, í 32 ár, og oft prófdómari. Hann var einnig hreppstjóri, um tíma í hreppsnefnd og stöðvarstjóri pósts og síma. Árni var faðir Helgu Sigríðar og bróðir Egils og Friðrikku. Sjá þætti 29, 30, 33, 44 og 45.
Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur. Tók þátt í 140 ára afmælishaldi og skrifaði m.a. geinina Frumgerðir sjávarþorpa, sjá þátt 11.
Árni Theodór Pjetursson (f.1871 d.1963) var kennari 1889 – 1898 og kennari/skólastjóri 1910 – 1920, alls 19 ár. Árni var oddviti um skeið. Sjá þætti 18, 19 og 25.
Árni Þorsteinsson prestur á Kálfatjörn (f.1851 d.1919) var formaður skólanefndar 1886 – 1910. Hann kenndi einnig, m.a. söng og íþróttir og var aðalkennari í Norðurkotsskóla í nokkur ár. Sjá þætti 18, 19, 22, 32, 37 og 45..
Ása Árnadóttir f. 1932, var nemandi við skólann og kenndi þar 1957-1958, en vann lengst af við póst- og símstöðina. Hún er systir Helgu Sigríðar, en þær eru dætur Árna Kelemens.
Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Íslands, (f.1894 d.1972) var fræðslumálastjóri á 3. og 4. áratug. Hann var þá í bréfaskriftum við skólanefndir, sbr. þátt 21.
Ásgeir Magnússon var lengi kennari og skólastjóri á Hvammstanga. Skólanefnd vildi frekar ráða hann en Viktoríu Guðmundsdóttur 1922, en Viktoría var ráðin. Sjá þátt 25.
Ásgerður Jónsdóttir (f.1919) kenndi 1963 – 1964 og 1966 – 1967. Hún var Þingeyingur með kvennaskólapróf og kennslureynslu. Halla Jóna var nemandi hennar og telur hana hafa komið inn með nýtt blóð.
Benedikt Benediktsson (f.1928) var skólastjóri 1970-1971.
Benedikta Benediktsdóttir (f.1915 d.1974), tók kennarapróf 1937, kenndi víða um land og í Brunnastaðaskóla 1952 fram undir ársok 1954, hætti vegna vanheilsu.
Bent Marinósson er tónlistarkennari í hlutastarfi frá 2021, sjá þátt 37.
Berglind Petra Jóhannsdóttir hefur verið umsjónarkennari á yngst stigi frá 2019, lauk kennaraprófi 2022.
Bergsvein Auðunsson var skólastjóri 1986 – 1996. Hann stofnaði m.a. til árshátíðar nemenda, sem síðan hefur verið haldin árlega í mars. Sjá þætti 34 og 40, og mynd í Faxa 2:1990.
Birgitta Ösp Einarsdóttir er umsjónarkennari, hefur kennt frá 2017, útskrifaðist sem kennari 2021. Hún var áður nemandi við skólann.
Bjarni M. Jónsson f.1901, kennari á Eyrarbakka, Grindavík og Hafnarfirði og námstjóri við fræðslumálaskrifstofuna frá 1942. Bjarni kom talsvert við sögu Brunnastaðaskóla, mætti stundum á fundi skólanefndar og hafði áhrif á að hér var gerð landsins fyrsta tilraun með skólabíl 1943. Sjá þætti 20, 28 og 38.
Bragi Friðriksson var sóknarprestur 1967 – 1997 og auk þess stundakennari í kristin- og samfélagsfræði a.m.k. 1974 – 1982. Þegar hann kom í Brunnastaðaskóla smurði Þórdís í Suðurkoti brauð fyrir hann og kennarana, var kallað prestsbrauðið. Sjá þátt 36.
Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir kennari 1981 – 1988. Skrifaði B.s. ritgerð 1983: Byggð og atvinnulíf í Vatnsleysustrandarhreppi 1880 – 1980. Var kona Guðlaugs R. Guðmundssonar, er kenndi handavinnu um skeið.
Bryndís Schram sá lengi um þáttinn Stundin okkar í Sjónvarpinu. Hún gerði vorið 1982 frábæran þátt um Voga og skólastarf þar, m.a. um opna viku í skólanum og um danskennslu. Sjá þátt 34 og 35.
Daníel Grímsson (f.1843), bróðir Þórðar og Svanborgar, var aðstoðaðarmaður fyrstu ár skólans. Sjá þátt 17.
Dorothea Herdís Jónasdóttir (f.1956). Umsjónarkennari yngri barna 1996-2008. Kona Snæbjarnar skólastjóra.
Drífa Thorstensen var drífandi kennari 2012 – 2016.
Egill Hallgrímsson frá Austurkoti í Vogum (f. 1890 d.1981) tók kennarapróf 1910 og sótti það vor um stöðu kennara við Suðurkotsskóla en Árni Theódór var ráðinn, sjá þátt 25. Egill átti frumkvæði að stofnun Ungmennafélags Vatnsleysustrandar 1909, einnig að skógrækt hér um slóðir. Var lengi kennari í Reykjavík. Sjá þátt 30.
Einar Ólafsson var skólastjóri 1985 – 1986.
Elfa Björk Ellertsdóttir var umsjónarkennari með 1. bekk 1993 – 1994, dóttir Ellerts B. Sigurbjörnssonar, skólastjóra.
Ellert Birgir Sigurbjörnsson (f.1939) var skólastjóri 1962 – 1967. Var síðar lengi yfirþýðandi hjá Ríkisútvarpinu og gaf út ritið Mál og mynd, leiðbeiningar um textagerð, þýðingar og málfar. Sjá þætti 29 og 35.
Elín Ösp Guðmundsdóttir, áður nemandi við skólann, hefur verið skólaliði frá 2008 og tekið skólaliðanámskeið.
Elín Helgadóttir hefur verið kokkur og forstöðumaður mötuneytisins frá 2010.
Elín Jóna Jakobsdóttir, mjög virkur skólahjúkrunarfræðingur við skólann frá aldamótum 2000 til 2017.
Elín Þuríður Samúelsdóttir er fyrsti þroskaþjálfinn við skólann, í fullu starfi frá 2011.
Erlendsína Ýr Garðarsdóttir hefur kennt yngri börnum frá 2021. Er með B.A. í sálfræði og er í M.Ed. námi.
Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, fósturdóttir Jóns Inga og áður nemandi við skólann, hefur aðallega á unglingastigi, fyrst sem nýstúdent 1991 og kennari frá 1996, að undanskildum þrem árum í Danmörku. Kennir nú einkum stærðfræði á unglingastigi. Sjá þátt 42 og 45.
Eygló Viðarsdóttir Biering, matreiðslumaður, kenndi heimilisfræði 2008 -‘10, áður nemandi við skólann. Sjá þátt 38.
Eyjólfur Bragason (sonur Braga sóknarprests), kennaranemi og stundakennari hér 1976 – 1978, og í fullu starfi 1979 – 1980. Hann skrifaði, ásamt Steinarri Þór Þórðarsyni, lokaritgerð 1984 frá KHÍ um skólann, sjá þátt 34 og heimildaskrá.
Eyþóra Þórðardóttir, Ásgarði í Vogum, var í skólanefnd 1958 – 1970. Var nemandi við skólann.
Frank Herlufsen kórstjóri og organisti Kálfatjarnarkirkju, var stundakennari í tónlist við skólann 1986 – 2000. Þjálfaði einnig nemendur í skák um tíma. Sjá þátt 35 og 37.
Friðrikka Hallgrímsdóttir frá Austurkoti (f.1887 d.1965) var sérmenntaður handavinnukennari og kenndi veturinn 1926 – 1927, en fékk heilahimnubólgu og náði sér ekki eftir það. Sjá þátt 38.
G. Ingibjörg Ragnarsdóttir er aðstoðarskólastjóri frá 2021, var deildarstjóri stoðþjónust og unglingastigs 2016 – 2021. Tók kennarapróf 2009 og hóf þá störf sem umsjónarmaður námsvera og Riddaragarðs. „Best er þegar maður hittir gamla nemendur á förnum vegi og þeir þakka manni, muna eftir manni og segja að það sem maður gerði til að hjálpa hafi skipt máli.”
Gísli Kjartansson, húsasmiður, var smíðakennari 2010 – 2013. Honum er minnisstæðast þegar hann var með stráka með hegpunarvandkvæði – fáa í einu, jafnvel bara einn – hvað það úrræði virkaði vel. Sjá 38. og 40. þátt.
Gróa Hreinsdóttir kenndi tónlist við skólann og Tónlistarskóla Voga nálægt 1985, sbr þátt 37.
Guðbjörg Kristinsdóttir kenndi 1994 – 1995.
Guðbjörg Kristmundsdóttir var kennari hér 2003 – 2012, hóf síðan störf í Virk og varð svo formaður Verlalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, VSFK.
Guðlaugur R. Guðmundsson kenndi handavinnu drengja 1974 – 1975 og haustið 1979.
Guðmann Magnússon kenndi í Vatnsleysufarskóla 1929 – 1930 og 1931 – 1932.
Guðmar Þór Hauksson kenndi 1989 – 1990, sjá mynd í Faxa 2.1990.
Guðmundur Finnbogason (f.1873 d.1944) var áhrifamikill fræðimaður upp úr aldamótum 1900, kemur við sögu í þáttum 20, 25 og 42.
Guðmundur Gilsson var um skeið organisti við kirkjuna og kenndi hér söng og tónlist 1968 – 1969, sbr. þátt 37.
Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri í Landakoti (f.1841 d.1920) lék á orgel sem þá var fátítt, var organisti í Kálfatjörn og kenndi söng við skólann frá upphafi. Hann var hægri hönd Stefáns Thorarensen við stofnun skólans og ritari fyrstu skólanefndarinnar. Sjá þætti 18, 19 og 37.
Guðmundur Björgvin Jónsson (f.1913 d.1998) var ötull ritari skólanefndar 1958 – 1974. Var alinn upp á Brekku undir Vogastapa og gekk þaðan í Suðurkotsskóla. Var maður Guðrúnar Lovísu Magnúsdóttur (sjá þátt 27) og skrifaði bók sem hér er mikið byggt á, sjá heimildaskrá. Sjá þætti 27, 35 og 45.
Guðmundur Rúnar Guðmundsson smiður kenndi smíðar 2-3 vetur á 7. áratugnum. Sjá þátt 38.
Guðmundur Jóhannesson bóndi í Flekkuvík, (f.1887 d.1959) var skólanefndarformaður 1922 – 1923, sjá þátt 25.
Guðmundur Ó Emilsson kenndi hér 1973 – 1974.
Guðmundur Óskar Ólafsson kenndi 1971 – 1974, e.t.v. stundakennari í dönsku.
Guðmundur Sigurvaldason kenndi hér 1989 – 1990, sjá mynd í Faxa 2.1990.
Guðmundur Þorsteinsson kenndi hér 1884 – 1886. Var úr Flóanum, flutti síðan til Ameríku. Sjá þátt 18 og 19.
Guðmundur Þórðarson er íþróttakennari og almennur kennari frá 1983. Hann hefur einnig kennt kajakróður sem valgrein. Sjá þætti 32, 35, 39, 44, 46 og mynd í Faxa 2:1990.
Guðni Felixson (f.1841 d.1888) var líklega farkennari í Kálfatjarnarhverfi 1884 – 1885. Sjá þátt 18 og 19.
Guðni Kjartansson var stundakennari í íþróttum á 8. áratug, í Njarðvík.
Guðni S. Óskarsson kenndi hér 1986 – 1988.
Guðný Þ. Magnúsdóttir kenndi hér 1988 – 1990.
Guðný Snæland kenndi námskeið í smelt 1975 og stóð síðan fyrir mötuneyti nemenda og kennara frá stofnun 2000, tók þátt í hönnun nýs eldhúss 2004 og vann þar til 2008. Sjá þátt 40.
Guðríður Andrésdóttir í Landakoti (f.1891 d.1966) var fyrsta konan í skólanefnd, sat þar 1931 – 1950. Sjá þátt 45.
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir (Lúlla, f.1922, d. 2021) gekk 4 ár í skólann hjá Viktoríu, 10 – 14 ára, sjá þátt 27. Hún og maður hennar, Guðmundur Björgvin, eignuðust 12 börn sem öll gengu í skólann, ásamt mörgum afkomendum sínum. Sjá þætti 27, 30, 32 og 35.
Guðrún Kristín Ragnarsdóttir er líffræðingur og hefur kennt náttúrufræði við skólann frá 2017, einnig kajakróður sem valgrein. Sjá þátt 39 og 41. Hún er dóttir Særúnar Jónsdóttur og var nemandi við skólann.
Gunnlaugur Sveinsson (f.1913 d.1969) tók kennarapróf 1936 og var hér skólastjóri 1960-1961 í orlofi Jóns H. Kristjánssonar. Beitti sér, ásamt Pétri oddvita, fyrir því að tekin yrði upp kennsla 1. og 2. bekkjar miðskóla, sjá þátt 31. Hann greip í skólaakstur þegar á þurfti að halda.
Hafsteinn Snæland ók skólabílnum um tíma á 7. áratugnum , einnig rútum á ferðalögum nemenda og kennara.
Halla Jóna Guðmundsdóttir var nemandi við skólann og kenndi í 28 ár, fyrst sem nýstúdent 1987 – 1988 en fór þá í kennaranám og kenndi svo samfleytt 1991 – 2018. Hún var, ásamt Særúnu, frumkvöðull kennslu um heimabyggðina, langdgæðslustarf skólans og um skráningu gönguleiða í nágrenni skólans. Sjá þætti 39, 40, 41 og 43.
Halldór Þór Ingvason var lengi kennari í Grindavík og kenndi hér 1989 – 1990, sjá mynd í Faxa 2:1990.
Halldóra Magnúsdóttir kenndi í Reykjavík 1971-76 og í Vestmannaeyjum til 1982 er hún tók við skólastjórn Hamarsskóla og gegni því starfi til 2006. Flutti þá í Voga og kenndi þar til 2016. Hún var frumkvöðull að innleiðingu lestrarstefnu skólans, sjá þátt 42.
Hanna Stefanía Björnsdóttir vann í Frístund frá 2020 og hefur kennt frá 2022. Hún er með B.a. próf í félagsráðgjöf,
Hanna Helgadóttir hefur starfað við mötuneyti skólans frá 2005 og einnig í Frístund. Var áður nemandi við skólann.
Hanna Lára Pálsdóttir er með M.Ed-gráðu frá 2016 og hefur kennt við skólann frá 2021.
Hannes Birgir Hjálmarsson er kennari við skólann frá 2009 á unglingastigi, einnig í tölvumálum og erlendum samskiptum. Blúsari með meiru. Sjá þátt 36 og 41.
Haraldur Sigurðsson frá Sjónarhóli var með stúdentspróf og eini kennarinn hér 1909 – 1910. Hann kenndi 3 daga vikunnar í Suðurkoti (16 börnum) og 3 daga í Norðurkoti (19 börnum). Ekki auðvelt og ekki þakklátt starf. Sjá þátt 19.
Hálfdan Þorsteinsson var aðstoðarskólstjóri 2012 – 2018 og skólastjóri 2018 – 2021.
Heiða Hrólfsdóttir er leikskólakennari og hefur kennt 1 og 2. bekk síðan 2020.
Heiða Rúnarsdóttir var kennari og hafði umsjón með 2. bekk 1993 -‘04.
Helena Richter hefur verið skólaliði /almennur starfsmaður samfellt frá 2007.
Helena Böðvarsdóttir var kennari 1988 – 1989.
Helga Ágústsdóttir var umsjónarkennari 2017-‘20 og hefur síðan kennt heimilsfræði, auk þess að vera í mastersnámi.
Helga Guðný Árdal kennndi 2006 – 2010, var með umsjón yngri barna og einnig tónmennt.
Helga Sigríður Árnadóttir var nenandi við skólann og kenndi þar síðan í 50 ár, 1955 – 2004, síðustu árin heimilisfræði. Sjá þætti 36, 38 og 44, og mynd í Faxa 2:1990.
Helga Ragnarsdóttir var smíðakennari 1995 – 1997. Sjá þátt 38. Hún er dóttir Særúnar og var nemandi við skólann.
Helga Stefánsdóttir kenndi eitt ár við skólann u.þ.b. 1995.
Helgi Már Eggertsson var smíðakennari 1998 – 2008, einnig með námskeið fyrir eldri borgara. Sjá þátt 38.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, myndlistarmaður og maður Valgerðar, leysti hana af í barnsburðarleyfi 2010, var síðan smíðakennari 2012 – 2021. Tók svo við myndmenntarkennslu 2022. Sjá þátt 38.
Helgi Hólm var hér kennari 1994 – 2012. Hann var frumkvöðull að tölvukennslu í skólanum, sjá þátt 41 og 46. Helgi var lengi ritstjóri tímaritsins Faxa.
Herdís Herjólfsdóttir var formaður Foreldrafélags skólans er það var fyrst stofnað 1984, sjá þætti 34 og 40. Börnin hennar 6 voru öll nemendur við skólann.
Hilmar Egill Sveinbjörnsson hefur starfað við skólann frá 2004, syrst sem kennari, síðan aðstoðarskólastjóri 2018 – 2021 og sem skólastjóri frá 2021. Hann er landfræðingur og hefur samið kennslubækur í landafræði. Er virkur í bæjarmálum og formaður golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Hann var áður nemandi við skólann. Sjá þætti 34, 35, 40 og 45.
Hjaltey Sigurðardóttir var kennari við skólann 2011 - 1014.
Hlöðver Kristinsson sá um skólaakstur í nokkur ár kringum 1970. Sjá þátt 28.
Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir (Bidda) var skólabílstjóri og jafnframt almennur starfsmaður 1995 – 2011. Hún samdi skólasönginn 2007 og Sigurður Kristinsson, maður hennar, samdi textann. Sjá þætti 28 og 37.
Hrefna Sigfúsdóttir var hér kennari 1955-1957, en hún var kona Jóns H. Kristjánssonar skólastjóra.
Hreiðar Guðmundsson, sem er sonur Guðmundar Björgvins og Lúllu, var formaður skólanefndar í nokkur ár frá 1985 og var áður nemandi við skólann.
Hreinn Ásgrímsson (f.1947 d.1986) var skólastjóri 1972 – 1985. Hann var í sveitarstjórn og byggingarnefnd Stóru-Vogaskóla, nefnd um byggingu sundlaugar, í stjórn Hitaveitu Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Keilis. Hreinn veiktist og lést ári eftir að hann lét af störfum. Sjá þætti 33 – 36, 40 og 41.
Hörður Rafnsson kenndi smíðar 1976 - 1978. Þáttur 38. Hann var áður nemandi við skólann.
Inga Sigrún Atladóttir var kennari 2001-2010 og lengst af deildarstjóri og verkefnisstjóri ýmissa verkefna. Sjá þátt 31. Hún var í bæjarstjórn 2006 – 2013 og forseti bæjarstjórnar 2010-13.
Inga Sigrún Baldursdóttir hefur verið stuðningsfulltrúi við skólann frá 2016, en hafði þá starfað lengi við leikskólann. Inga var áður nemandi við skólann.
Inga Þóra Kristinsdóttir hefur verið kennari frá 2010. Hún byrjaði með Riddaragarðinn, hefur verið með umsjón á miðstigi og kennir nú alla dönsku, einnig íslensku í námsveri.
Inger Christensen vann við skólann 1991- 2018 ýmist sem leiðbeinandi, einkum í myndlist, textíl og dönsku eða sem skólaliði. Sjá þætti 41 og 43.
Ingi Haraldsson f.1920, var með kennarapróf frá 1943 og kennari við Brunnastaðaskóla 1949 – 1952.
Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn (f.1915 d.2002) kenndi nokkur ár í Vatnsleysuskóla og Kirkjuhvolsskóla, var einnig prófdómari fáein ár. Síðan lengi kennari í Reykjavík. Sjá þætti 23, 24, 27 og 33. Ingibjörg var áður nemandi við skólann.
Ingunn Hafsteinsdóttir (f.1958 d.2023) var skólaliði frá 2017 fram undir það að hún lést 2023. Hafði áður unnið við leikskólann. Ingunn var móðir Margrétar Hreinsdóttur deildarstjóra við skólann.
Ingvar Gunnarsson frá Skjaldarkoti (f.1886 d.1961) kenndi í Vatnsleysuskóla 1912 - 1914, en hann varð síðar kennari og áhrifamaður í Hafnarfirði. Þáttur 19 og 30.
Íris Andrésdóttir var kennari við skólann 2008 – 2013 og um tíma deildarstjóri á yngsta stigi.
Jakob Hallgrímsson kenndi tónlist og var fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Voga um 1980, sjá þátt 37.
Jakob A. Sigurðsson, Sólheimum, Vogum (f.1901 d.1969) kenndi sund, m.a. í sjó á 4. áratugnum, sjá þátt 32.
Jens Guðjón Einarsson hefur kennt við skólann frá 2011, umsjón á unglingastigi, sund, íþróttir og valgreinina kajakróður. Jens varð íþróttakennarari 1978; nam síðar markaðsfræði og stærðfræðikennslu. Jens hefur um árabil verið trúnaðarmaður kennara við skólann og í stjórn Félags grunnskólakennara 2018 – 2022 og varaformaður þess 2020 – 2022. Sjá þætti 32, 39 og 42.
Jóhanna Hinriksdóttir var kennari og hafði umsjón með 5. bekk 1993 – 1994.
Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir hefur starfað við skólann frá 2015, við sérkennslu og þjálfun í félagsfærni, en hún er þroskaþjálfi. Var áður nemandi við skólann.
Jóhanna Snorradóttir, sem var kona Ellerts skólastjóra, kenndi 1964 – 1967, einkum handavinnu stúlkna. Sjá þátt 38.
Jón Ingi Baldvinsson (f.1952) starfaði við skólann 1978 – 2022 sem smíðakennari, kennari, aðstoðarskólastjóri og náms- og starfsráðgjafi. Virkur í bæjarmálum og golfklúbbnum. Sjá þætti 34, 38, 42, 44 og 46, og mynd í Faxa 2:1990.
Jón Bjarnason var um tíma formaður Verkalýðsfél. Vatnsleysustrandarhrepps, sjá þátt 39. Jón var lengi formaður barnaverndarnefndar og hlaut fyrir það fálkaorðuna. Hann var eiginmaður Helgu Sigríðar.
Jón Ágúst Einisson var kennari 1974 – 1975, kenndi lesgreinar, íslensku og dönsku.
Jón Gestur Benediktsson, Suðurkoti (f.1904 d.1984), var nemandi við skólann og síðar lengi oddviti og stóð m.a. fyrir byggingu Brunnastaðaskóla og frystihúss Voga hf., en þá fór að fjölga verulega í Vogum. Sjá þætti 28 og 29.
Jón Gestur Breiðfjörð, Brunnastöðum (f.1873 d.1903) var nemandi við skólann áður enn hann varð kennari 1898 þar til hann lést 1903, þá 28 ára. Þættir 18, 19 og 22.
Jón M. Guðjónsson frá Efri-Brunnastöðum (f.1905 d.1994) gekk í skólann og tók nothæfa mynd af skólahúsinu áður en það var rifið 1944. Jón varð prestur í Holti undir Eyjafjöllum og síðar prófastur á Akranesi. Sjá þátt 3.
Jón Guðnason, Landakoti, var formaður skólanefndar 1974 – 1985 og kenndi jafnframt tónlist, enda organisti. Sjá þátt 37 og 45. Jón var áður nemandi við skólann.
Jón H. Kristjánsson (f.1917 d.1990) var skólastjóri 1952 – 1962 með eins árs orlofi, einnig kennari áður og eftir, þ.e. 1946 -‘49 og 1970 -‘85, samtals 28 ár, jafnframt skólabílstjóri um tíma. Rak um tíma verslun í Vogum og var frumkvöðull að gerð smábátahafnar sem við hann er kennd (Jónsvör). Sjá þætti 27, 28, 32, 35 og 38.
Jón Jónsson (f.1878) kenndi um aldamótin 1900, líklega í stofunni í Landakoti og nokkrum árum síðar í Innri-Njarðvík. Hann var faðir Margrétar konu Þórbergs Þórðarsonar. Sjá þátt 19.
Jón Þorkelsson (Thorkilli, f.1697 d.1759) var barn efnaðra foreldra í Innri-Njarðvík, sem þá tilheyrði Vatnsleysu-strandarhreppi. Hann varð mikill lærdómsmaður, m.a. rektor Skálholtsskóla, barnlaus og vel efnaður og gaf 1759, eftir sinn dag, eigur sínar í sjóð til að ala upp fátæk börn í Kjalarnesumdæmi, nefndist Thorkillisjóður. Skólinn okkar fékk lán og fátækir nemendur styrki úr þeim sjóði. Sjá þætti 1, 2, 6, 7, og 21.
Jón Þórarinsson (f.1854 d.1926) var frumkvöðull kennaramenntunar og fyrsti fræðslumálastjórinn. Síðar gegndi Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, því embætti og báðir voru í sambandi við skólanefndina. Sjá þætti 20, 21 og 25. Jón var alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1886 – 1900.
Kári Freyr Þórðarson kenndi á miðstigi 2012 – 2020.
Kjartan Ingi Jónsson hefur kennt frá 2020 í námsveri, er með kennarapróf frá 2016, m.a. íslensku sem annað tungumál.
Kolbrún Hjartardóttir var skólastjóri 1980 – 1981, í ársorlofi Hreins.
Kolbrún Olgeirsdóttir var kennari í fullu starfi 1979 – 1981.
Kópur Z. Kjartansson var skólabílstjóri í fullu starfi á eigin rútu 1972 – 1989. Sjá þætti 28, 32 og 33.
Kristín Halldórsdóttir hefur aðallega kennt íslensku. Hún var fyrsti stuðningsfulltrúi skólans og sum árin almennur starfsmaður. Hún hefur starfað samfleytt frá 1994 og er enn við störf, nú sem skólaliði. Sjá m.a. 40. þátt.
Kristín Þóra Harðardóttir kenndi hér 1984 – 1985.
Kristín Jóhanna Karlsdóttir kenndi 1985 – 1988.
Kristjana Atladóttir er umsjónarkennari frá 2019, sinnir einnig sérkennslu og umsjón með kennaranemum.
Kristján Jónsson var kennari 1975 – 1976. Reyndur kennari, kenndi í öllum deildum, líklega líka söng.
Kristmann Runólfsson (f.1886 d.1954) tók kennarapróf 1910 og kenndi hér 1909 – 1912, 1920 – 1921 og 1923 – 1925. Bóndi í Hlöðversnesi frá 1923. Oddviti í áratug, sat einnig í sýslunefnd og skólanefnd. Sjá þætti 19, 23, 25 og 30.
Laufey Waage er píanókennari og forstöðumaður tónlistar frá 2010 og starfar enn. Sjá þátt 37.
Lauma Gulbe er bókavörður í hálfu starfi frá 2022. Sjá þátt 42.
Lárus Johnsen (kennarapróf 1947) var hér kennari 1957-1958 og 1963-1964. Lárus var Íslandsmeistari í skák 1951-1952. Kenndi víða í 20 ár, vann síðan við krufningar. Sjá þátt 35.
Lárus Jónsson, organisti kenndi fáein ár söng í Brunnastaðaskóla, frá 1945, sjá þátt 37.
Linda Sjöfn Sigurðardóttir var kennari og deildarstjóri 2004 – 2017 og aðstoðarskólastjóri 2008 -’09 í orlofi Jóns Inga. Lagði áherslu á skapandi verkefni sérstaklega í samfélagsgreinum.
Magnús Ágústsson frá Halakoti í Brunnastaðahverfi, lengi hreppstjóri og oddviti, sjá þátt 33.
Magnús Jónsson kenndi í stofunni á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Sjá þátt 19.
Magnús M. Jónsson (f.1852) var kennari og trésmiður og kenndi hér 1967-1970. Hann skrifaði 1984 lokaritgerð frá KHÍ um skólann, ásamt Steinarri og Eyjólfi, sjá þátt 34 og heimildaskrá.
Magnús Skúlason smiður kenndi smíðar í Vogum nálægt 1960. Sjá þátt 38.
Magnús Ó. Stephensen á Auðnum kenndi í Vatnsleysufarskóla 1932 – 1933.
Marc Portal er enskukennari frá 2005 og frumkvöðull í Evrópusamstarfi skólans. Sjá þátt 41.
Margrét Ásgeirsdóttir vann sem skólaliði í 25 ár, 1992 – 2017. Hún var áður nemandi við skólann.
Margrét Hreinsdóttir hefur starfað við skólann sen jebbaru frá 2013 og er nú deildarstjóri stoðþjónustu. Hún var nemandi hér alla sína grunnskólagöngu.
Margrét Jóhannsdóttir sá um húsvörslu og ræstingar skólans 1973 til dauðadags 1985. Símon maður hennar og Þórdís dóttir þeirra aðstoðuðu hana og tóku við af henni í 2 ár. Sjá þátt 45.
Margrét Pétursdóttir, áður nemandi við skólann, ók skólabílnum í fáein ár upp úr 1990. Sjá þátt 28.
Margrét Össurardóttir var heimilisfræðikennari 2010 – 2015. Sjá þátt 38.
Marinó Einarsson var stundakennari í íþróttum - í Njarðvík - fyrir og um 1980.
Morten Hansen, skólastjóri Barnaskóla Reykjavíkur, seldi skólum námsgögn og kennslutæki, sjá þátt 21.
Nikulás Sveinsson (f.11.08.1928) var nemandi við skólann fyrir og um 1940, m.a. í yngstu deildinni í Kirkjuhvoli. Hann kom þar við 2021 og lýsti lífinu þar í þá tíð. Sjá þátt 27.
Oddgeir Guðmundsen guðfræðingur (f.1849 d.1924) kenndi fyrsta veturinn sem skólinn starfaði, 1872-1873. Varð síðan prestur og kennari í Vestmanneyjum. Skrifaði grein í Þjóðólf um skólann á fyrsta ári hans. Sjá þætti 16 og 17.
Oktavía J. Ragnarsdóttir (Día) hefur starfað við skólann frá 2005 sem textílkennari og umsjónarkennari og var áður stuðningsfulltrúi. Sjá þátt 38. Hún er dóttir Særúnar Jónsdóttur og var nemandi við skólann.
Ólafur Guðjónsson var kennari 1905 – 1909, lést þá úr berklum. Var virkur í Ungmennafélagi Vatnsleysustrandar. Sjá þætti 18, 22 og 30.
Ólafur Rósenkranz var fjórði kennarinn, kenndi veturinn 1876 -77. Varð síðan íþrótta- og bindindisfrömuður í Reykjavík. Sjá þátt 17.
Páll Péturson í Landakoti, skólanefnd vildi ráða hann sem kennara 1921 frekar en Viktoríu Guðundsdóttur, en fræðslumálasdtjórnin sá til þess að hún var ráðin, sjá þátt 25.
Pétur Jónsson var oddviti á 7. áratug og sá um skólaakstur að hluta. Hann var áður nemandi við skólann, sjá þátt 28.
Pétur Pétursson (f.1842) kenndi í Keflavík og Njarðvík 1876-´77 og síðan 5 ár á Vatnsleysuströnd, 1878-‘83. Hann var faðir Helga Pjeturs, náttúrufræðings og heimspekings, sjá þátt 9 og18.
Ragnheiður Guðmundsdóttir kenndi söng í nokkur ár frá ársbyrjun 1980. Veitti forstöðu Tónlistarskólanum í Vogum 1981 -’83. Sjá þátt 37.
Rakel Rut Valdimarsdóttir var leiðbeinandi 2008 -’10 og kennari 2015 -´18. Kenndi m.a. textíl og smíði. Sjá þátt 38.
Rúna Gísladóttir kenndi hér 1967 – 1970, ekki síst handavinnu. Hún er kona Þóri S. Guðbergssonar sem var hér skólastjóri. Kenndi síðan lengi á Seltjarnarnesi. Hún er listmálari og mikil hannyrðakona og á mikið brúðusafn sem hún hefur gert frá grunni. Sjá þætti 29 og 38.
Rúnar Þorvaldsson var skólastjóri 1971 - 72.
Sesselja Sigurðardóttir á Hellum (Lella, f.1929) var stundakennari í handavinnu 1976 – 1989 og kenndi einnig 3. bekk í fæðingarorlofi Særúnar hluta vetrar 1983 -’84. Sjá 38. þátt. Sat um tíma í skólanefnd.
Sigfríður Björnsdóttir kenndi hér 1985 – 86.
Sigríður Ragna Birgisdóttir var kennari 2004 – 2008. Hún kenndi erlend mál og leiddi ásamt Ingu Sigrúnu Comeniusarverkefnið The world around us, samstarf við 5 önnur lönd um enskukennslu í 1. og 2. bekk. Sjá þátt 41.
Sigríður Pálína Erlingsdóttir kenndi 1962 – 63.
Sigríður Ósk Pétursdóttir var kennari /leiðbeinandi í nokkur ár upp úr aldmótum 2000.
Sigrún Þórðardóttir frá Vatnsleysu, áður nemandi við skólann, hélt saumanámskeið í skólanum 1951. Sjá þátt 38. Hún var lengi kennari í Reykjavík.
Sigurður P. Hafsteinsson var kennari /stundakennari a.m.k. 1974 – 77.
Sigurður Rúnar Símonarson frá Neðri-Brunnastöðum var nemandi við skólann og síðar kennari 2004 – 2007, aðallega stærðfræði og námsráðgjöf undir lokin.
Sigurður B. Sívertsen (f.1808 d.1887) prestur við Útskálakirkju í Garði og stofnandi Gerðaskóla. Sjá þætti 9 og 13.
Sigurbjörg Jónsdóttir var kennari 1986 – 88. Hún var kona Bergsveins skólastjóra.
Sigurgeir Sigurðsson var líklega fyrsti kennarinn í Norðurkotsskóla 1903. Sjá þátt 19 og 22.
Sigurjón Jónsson var kennari 1886 – 1898, í 12 ár. Hann bjó í Minni-Vogum. Sem trésmiður átti hann ríkan þátt í smíði kirkjunnar að Kálfatjörn og var einn af stofnendum stúkunnar Díönu 1896. Sjá þátt 18 og 22.
Sigurjón J. Waage (f.1872 d.1945), fyrrum nemandi skólans, var formaður skólanefndarinnar og sá um reikningshald skólans 1910 – 1915. Sjá 22. þátt.
Símon Kristjánsson á Neðri-Brunnastöðum (f.1916 d.2012) var formaður skólanefndar 1958 – 1974 og áður nemandi.
Skúli Guðmundsson kenndi í Vatnsleysuskóla 1929 – 1930.
Snæbjörn Jónsson var líklega farkennari í Kálfatjarnarhverfi 1885 – 1886.
Snæbjörn Reynisson (f.1951) var skólastjóri 1996 – 2007, á vaxtarskeiði skólans þegar nemendafjöldi nær tvöfaldaðist og byggt var við skólann tvívegis svo flatarmálið fjórfaldaðist, undir hans stjórn. Snæbjörn þótti lúnkinn að sjá styrkleika fólks og virkja það. Vann einnig að menningarmálum sveitarfélagsins. Sjá þætti 33, 40 og 43.
Sólrún Ósk Árnadóttir var stuðningsfulltrúi (með námi) frá 2020 og íþróttakennari í fullu starfi frá 2022. Var áður nemandi við skólann. Sjá þátt 32.
Sólveig Vignisdóttir kenndi hér 1985 – 1986.
Stefanía Kolbrún Sigfúsdóttir (Stella), meinatæknir og reyndur kennari, kenndi hér 1978-1979 og 1980-1983. Guðrún Egilsdóttir leysti hana af í fæðingarorlofi 1982. Réð sig sem meinatækni að Reykjalundi þegar hún hætti hér.
Stefán Hallsson (f.1911) var kennari hér 1934 – 1945, kenndi yngri deild, einnig söng og íþróttir. Hann var landsins fyrsti skólabílstjóri, einnig listaskrifari og organisti. Flutti ávarp og ljóð á vígsluhátíð Stóru-Vogaskóla 1979. Sjá þætti 26, 28, 29, 32, 33 og 37.
Stefán M. Jónsson (f.1852) kenndi hér veturinn 1875-1876. Hann varð síðar prófastur á Auðkúlu. Sjá þátt 17.
Stefán Thorarensen (f.1831 d.1892) var prestur, frumkvöðull og stofnandi skólans 1872 og formaður skólanefndarinnar til 1886. Sjá mynd og umfjöllun í þáttum 1 – 16, 21, 22, 36, 38 og 45.
Steinarr Þór Þórðarson kenndi 1988 – 2003, aðallega íslensku og stærðfræði á unglingastigi. Hann skrifaði 1984, ásamt Eyjólfi Bragsyni, kennara, lokaritgerð frá KHÍ sem hér er byggt á. Sjá þætti 34, 44, 49, 50 og Faxa 2:1990.
Steingrímur Scheving (f.1859) kenndi hér veturinn 1883-1884. Sjá þátt 18.
Steinunn Helga Lárusdóttir kenndi 1983-1985 aðallega líffræði, ensku og íslensku.
Stormur Þór Þorvarðarson, áður nemandi við skólann, kenndi drengjum smíði í Hábæ, hætti 1974. Þáttur 38.
Svanborg Grímsdóttir (f.1838) annaðist börn sem bjuggu í skólahúsinu fyrstu ár skólans og kenndi handavinnu stúlkna. Hún var systir Þórðar og Daníels Grímssona. Sjá þætti 3, 17 og 38.
Svanborg Svansdóttir, húsasmiður, hefur kennt smíði frá 2021.
Svandís Magnúsdóttir vann í mötuneytinu 2001 – 2016.
Svanhildur Kristinsdóttir hefur verið skólaritari frá 2015. „Starf mitt felst m.a í almennri símavörslu, miðlun skilaboða og upplýsinga, skjalavörslu, innkaupum og að skrá forföll nemenda, jafnt sem afleysingar fyrir starfsmenn. Aðstoða nemendur og starfsmenn við verkefni sem til falla – og hef gaman af!“
Svava Bogadóttir var skólastjóri 2008 -’18. Hún kom m.a. á fót námsveri fyrir börn með sérþarfir og Riddaragarði fyrir nemendur með hegðunarvanda, hún kom á skólaþingi sem nemendur héldu í nokkur ár. Hún hefur verið bókasafns-vörður í hlutastarfi eftir að skólastjórn lauk. Sjá þátt 40, 42 og 45.
Sveindís Pétursdóttir (Dísa P.) var skólaliði 2002 – 2012.
Sveinn Alfreðsson var skólastjóri 2007 -‘08. Hann fékk Bryndísi skólabílstjóra og Sigurð mann hennar til að semja skólasöng. Hann kom á ”Samveru á sal” og úrræðum fyrir unglinga með hegðunarvandkvæði. Sjá þátt 37.
Sædís María Drzymkowska (tvíburasystir Anítu) var nemandi við skólann í 10 ár. Hún hefur verið umsjónarkennari frá 2021 og segir að enginn dagur sé eins, hún sé alltaf að takast á við fjölbreytt verkefni. Sjá þátt 36.
Sæmundur Klemensson (f.1882 d.1953) var skólanefndarformaður 1916 – 1921. Sjá þátt 45.
Særún Jónsdóttir var prófdómari 1972 – 1978, síðan kennari 1979 – 1997 og 2009 – 2019, alls 28 ár. Lengi ritari kennarafunda. Var frumkvöðull kennslu um heimabyggðina og um landgræðslustarf skólans frá 1988 ásamt Höllu Jónu. Þrjár dætur hennar hafa kennt við skólann, Guðrún, Helga og Oktavía Ragnarsdætur. Sjá þætti 38, 39 og 41.
Tinna Magnúsdóttir byrjaði sem nýútskrifaður kennari 2010, með kennslu yngri barna og margmiðlun. Hún hefur bætt við sig námi í sérkennslu.
Tryggvi Hübner, kenndi tónmennt 1 1/2 vetur frá hausti 1987. Fór svo í Garðaskóla.
Unnur Inga Karlsdóttir stundakennari 1984 – 1990, sjá mynd í Faxa 2.1990.
Valberg Helgason skipasmiður og fyrrum nemandi skólans, kenndi drengjum 1966 – 1969 smíði í bílskúr sínum að Hafnargötu 22. Sjá þátt 38.
Valgerður Guðlaugsdóttir, myndlistarkona, kenndi myndlist við skólann í 15 ár, frá 2006 þar til hún lést í ársbyrjun 2021. Hún teiknaði merki skólans. Sjá þátt 38. Helgi Eyjólfsson, maður Valgerðar, tók við myndmennakennslunni 2021.
Viktoría Guðmundsdóttir (f.1875 d.1970) var kennari og skólastjóri 1921 – 1952, samfleytt í 31 ár! Hún var fyrsta konan til að kenna við skólann. Hún stofnaði og stýrði barnastúkunni Ársól. Sjá þætti 25, 26, 27, 29, 30, 33, 37 og 46.
Viktoría Jónsdóttir var kennari hér 1978 – 1979, hafði áður kennt á Bíldudal. Varð síðan heyrnleysingjakennari og stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann er hún lést úr krabbameini 1987,
Vilborg Sigrún Helgadóttir, áður nemandi við skólann, hefur verið skólaliði frá 2011 og finnst það gefandi.
Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur (f.1947). Kenndi náttúrufræði við skólann 2000 – 2016, sjá þætti 39 og 40. Virkur í félags- og bæjarmálum. Hafði áður verið námstjóri í náttúrufræði í áratug og kennt við framhaldsskóla í áratug. Sjá þætti 37, 39, 43 og 46.
Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur (f.1855 d.1921), lærifaðir og samstarfsmaður Ögmundar Sigurðssonar, sjá þátt 14.
Þóra Marta Stefánsdóttir kenndi í forföllum febr. 1961 til vors. Hún lét taka myndir af öllum nemendum (fróðlegt væri að vita hvar þær eru). Þóra var móðir Karls Hirzt í Vogum.
Þórdís Símonardóttir (Dísa Sím) var fyrsti ritari skólans, 2002 – 2015, og áður nemandi, sjá þátt 35.
Þórður Erlendsson kenndi í Suðurkotsskóla 1903 – 1905. Sjá þátt 19 og 22.
Þórður Grímsson (f.1841 d.1881) kenndi annan og þriðja vetur skólans, 1873-1875. Tvö systkini hans, Daníel og Svanborg, störfuðu einnig við skólann fyrstu árin. Sjá þætti 3 og 17.
Þórir S. Guðbergsson (f.1938) var skólastjóri 1967 – 1970. Varð síðar félagsráðgjafi, rithöfundur og frumkvöðull í öldrunarmálum. Sjá þátt 29 og 34.
Ögmundur Sigurðsson var kennari við Gerðaskóla 1886 – 1897. Hann var vel menntaður kennari og skrifaði m.a. um skóla á Suðurnesjum á þeim tíma. Varð síðan kennari og skólastjóri Flensborgarskóla. Sjá þætti 9, 13. 14, 15, 19 og 22.
Myndin er sjálfa af Marc, Lindu, Þorvaldi og Höllu, tekin 2014.
Börn fædd 1971, ásamt umsjónarkennaranum, Særúnu Jónsdóttur.
Heimildir: Sjá fyrri þætti. Hér er byggt á samtölum og tölvupóstsamskiptum við margt starfsfólk og fleiri einstaklinga. Einnig á ferilskrá Ingu Sigrúnar Atladóttur, grein og myndum í Faxa 1990. Sigurður Hallmann í Faxa 1982, Handskrifaður nafnalisti (skannaður), skólasetningar- og slitaræður Hreins Ásgrímssonar, fundargerðir skólanefndar 1907 - 1969, fundargerðir kennarafunda 1981 – 1989. Særún Jónsdóttir las yfir, lagfærði og benti á fólk sem vantaði.
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans