Nemendaverndarráð
Nemendaverndarráð starfar samkvæmt reglugerð um grunnskóla. Hlutverk þess er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Starfsfólk skóla og foreldrar geta óskað eftir því við skólastjóra (eða fulltrúa hans í ráðinu) að mál nemenda eða nemendahópa í skólanum séu tekin fyrir. Málum skal vísað til nemendaverndarráðs á sérstökum tilvísanaeyðublöðum sem eru hjá deildarstjóra.
Hlutverk nemendaverndarráðs: Meginhlutverk nemendaverndarráðs er að gæta hagsmuna barna í skólanum, vernda þau og styðja með því að:
- Taka við öllum tilvísunum vegna nemenda sem þurfa sérstakan stuðning eða aðstoð vegna líkamlegra, félagslegra og/eða sálrænna erfiðleika.
- Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og/eða tilfinningalega örðugleika að etja.
- Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara o.fl.) vegna náms-, tilfinninga- og/eða þroskavanda og samþykkja að gerð tilvísunar þar sem það á við.
- Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu eða tilvísanir til sérfræðinga sem ekki tilheyra stoð-/sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins.
- Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar, s.s. lausnateymi, eineltisteymi eða önnur úrræði sem skóli hefur.
- Vinna og afgreiða tilkynningar og aðrar upplýsingar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur vegna barnalaga og barnaverndarlaga.
- Vera tengiliður og til samráðs vegna einstakra nemenda við aðila utan skólans, svo sem félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL o.fl.
- Hafa yfirsýn með og fylgja eftir starfsemi teyma sem ráðið vísar málum til og fara reglulega yfir stöðu mála sem þau annast fyrir nemendaverndarráðið.
- Vera samráðsaðili við gerð árlegrar forvarnaráætlunar skóla.
Um nemendaverndarráðsfundi: Nemendaverndarráð hefur fastan fundartíma og funda að lágmarki aðra hverja viku.
Nemendarverndarráð skipa:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson, skólastjóri
Ingibjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Margrét Hreinsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
Elva Björk Elvarsdóttir, námsráðgjafi
Atli Viðar Bragason, sálfræðingur
Þórný María Heiðarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
Heiða Ingólfsdóttir, kennsluráðgjafi FRÆ
Fulltrúi barnaverndaryfirfalda