Kennsluráðgjöf
Helstu verkefni kennsluráðgjafa eru ráðgjöf, handleiðsla og stuðningur við kennara, stjórnendur og annað starfsfólk skóla og foreldra við að finna leiðir til að mæta þörfum nemenda. Ávallt skal liggja fyrir samþykki foreldra þegar máli barna er vísað til kennsluráðgjafa og skulu beiðnir um greiningu berast til skólans eftir umfjöllun og samþykki í nemendaverndarráði. Kennsluráðgjafi situr í nemendaverndarráði.