Stoðþjónusta
Með stoðþjónustu er átt við sérstakan stuðning við nemendur í skóla sem ýmist fer fram í almennum nemendahópum (bekkjum) eða í sérstökum námshópum undir leiðsögn sérkennara.
Stuðningur við nemendur eða nemendahópa felst í sveigjanlegu og margbreytilegu námsumhverfi og kennsluháttum sem ætlað er að mæta þörfum allra nemenda.
Málefni stoðþjónustu í Stóru-Vogaskóla heyra undir deildarstjóra stoðþjónustu. Telji foreldrar að börn þeirra hafi sérþarfir og þurfi á sérstökum stuðningi í námi að halda geta þeir komið slíkri beiðni á framfæri við skólann.