2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
Skólinn okkar, sem í upphafi hét Thorkillii barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi, var stofnaður í nýbyggðu skólahúsi af samnefndu félagi haustið 1872 að frumkvæði séra Stefáns Thorarensen, prests og sálmafrumkvöðuls á Kálfatjörn.
Skólinn var í upphafi ekki stofnaður fyrir börn efnaðra foreldra, eins og halda mætti, heldur einkum fyrir fátæku börnin, fyrir tilstilli Thorchillii-sjóðs.
Thorchillii hét Jón Þorkelsson (1697-1759), barn efnaðra foreldra í Innri-Njarðvík, sem þá tilheyrði Vatnsleysustrandarhreppi. Hann varð mikill lærdómsmaður, m.a. rektor Skálholtsskóla í áratug og ferðaðist síðan 4 ár um landið með Harboe til að rannsaka menntunarástand Íslendinga. Hann var barnlaus og vel efnaður og gaf eftir sinn dag eigur sínar í sjóð til að "allra aumustu og fátækustu börn í Kjalarnesþingi skyldu fá kristilegt uppeldi, þ.m.t. húsnæði, fæði og klæði".
Það tók 30 ár að undirbúa og þjarka um stofnun í anda gjafarbréfs Jóns. Árið 1761 sömdu Finnur biskup og Magnús amtmaður Gíslason ítarlega reglugerð fyrir væntanlegan uppeldisskóla í anda gjafar Jóns er stofna skyldi í fæðingarbæ hans, Njarðvík. Sá skóli reis aldrei. Ólafur Stephánsson, fyrsti íslenski stiftamtmaðurinn, samdi loks árið 1790 reglugerð, í 32 liðum, sem var í flestu eins og fyrrnefnd reglugerð. Reis sá skóli árið eftir á Hausastöðum í Garðabæ (sjá minnisvarða á mynd, bærinn Hausastaðir í baksýn). Hausastaðaskóli starfaði í 18 ár fyrir fátæk og heimilislaus börn og naut styrkja úr Thorkilliisjóði, uns Castensen stiftamtmaður fyrirskipaði 1812 (þegar stjórn sjóðsins var í reiðileysi) að skólinn verði lagður niður! Jörundur hundadagakonungur, sem ríkti hér sumarið 1809, kynnti sér sjóðinn og rekstur Hausastaðaskóla og komst að því að sjóðnum var ekki ekki vel stjórnað og taldi að gera ætti skólann betur úr garði, en það kom fyrir ekki.
Síðan segir fátt af starfi í þágu fátækustu barnanna í Kjalarnesþingi, nema hvað greitt var meðlag úr sjóðnum með nokkrum þeirra og greitt fyrir skólavist nokkurra barna í Reykjavíkurskóla 1830-1848, 10 rd. á barn.
1860-1875 var Thorkilliisjóður af og til á dagskrá Alþingis. Tvö sjónarmið voru ríkjandi: að styrkja framfærslu fátækra barna hjá guðhræddu og vönduðu fólki, eða stofna uppeldisskóla með bóklegt og verklegt nám, sem var hugsjón gefandans. 1865 kom fram ítrekun frá bændum á Kjalarnesi um skóla handa fátækum, bástöddum börnum í Kjalarnesþingi. Árið 1866 úrskurðaði konungur að verja megi ársvöxtum af sjóðnum til viðurværis og uppeldis handa fátækum börnum í Kjalarnesþingi hinu forna, hjá guðhræddum og ráðvöndum fósturforeldrum, samkvæmt uppástungum presta, 40 rd. handa börnum yngi en 11 ára og 20 rd. handa eldri. Árið 1869 voru alls veittir 1100 ríkisdalir úr sjóðnum og fóru 140 þeirra í Vatnsleysustrandarhrepp.
1860-1875 var Thorkilliisjóður af og til á dagskrá Alþingis. Tvö sjónarmið voru ríkjandi: að styrkja framfærslu fátækra barna hjá guðhræddu og vönduðu fólki, eða stofna uppeldisskóla með bóklegt og verklegt nám, sem var hugsjón gefandans. 1865 kom fram ítrekun frá bændum á Kjalarnesi um skóla handa fátækum, bástöddum börnum í Kjalarnesþingi. Árið 1866 úrskurðaði konungur að verja megi ársvöxtum af sjóðnum til viðurværis og uppeldis handa fátækum börnum í Kjalarnesþingi hinu forna, hjá guðhræddum og ráðvöndum fósturforeldrum, samkvæmt uppástungum presta, 40 rd. handa börnum yngi en 11 ára og 20 rd. handa eldri. Árið 1869 voru alls veittir 1100 ríkisdalir úr sjóðnum og fóru 140 þeirra í Vatnsleysustrandarhrepp.
Svo var það 1870, rúmri öld eftir dauða Thorkillii og hálfri öld eftir lokun Hausastaðaskóla, að Stefán Thorarenssen hófst handa í Vatnsleysustrandarhreppi. Stofnað var félag, efnt til samskota, keyptur jarðarpartur og reist skólahús sem var vígt 12. sept. 1872. Samskotin dugðu ekki og stofnunin varð skuldug, en með leyfi konungs og Alþingis fékkst 2 árum síðar 1200 ríkisdala vaxtalaust lán til skólans úr Thorkilliisjóði, með veði í jörð skólans og húsi, og þarf ekki að greiða af láninu meðan skólinn sinnir bágstöddum börnum. Lánið er ógreitt enn, 150 árum síðar, og í skilum, því skólinn hefur allta tíð sinnt fátækum börnum sem minna mega sín.
Í ítarlegri reglugerð skólans, sem byggð var á reglugerð barnaskólans í Reykjavík og samþykkt á stofnfundinum 12. 9.1872, segir m.a.:
„Það er enn fremur vilji stofnendanna, að stofnunin sé löguð, svo sem verða má, samkvæmt því augnamiði, sem Thorcillius heitinn hafði með gjöf sinni. Ætlunarverk stofnunarinnar er því fyrst og fremst það, að taka til fósturs, eða umsjónar og menningar, að minnsta kosti svo mörg börn í hreppnum, sem Thorchillissjóðurinn leggur fje með til uppeldis og kennslu og, á meðan þessi uppeldisstyrkur er veittur tilteknum börnum, þá einmitt og sjer í lagi þau börn; en þá því næst önnur umkomulítil og vanhirt börn í hreppnum, eptir því sem efni og ástæður stofnunarinnar leyfa. Ætlunarverk stofnunarinnar er yfir höfuð að gjöra úr börnunum, hvort sem þau eru heimilisföst í stofnuninni allt árið, nokkurn tíma árs, eða aðeins njóta þar kennslu, ráðvanda, siðferðisgóða menn, og að veita þeim þá þekkingu og kunnáttu, að þau megi verða nýtir borgarar í fjelaginu.” Hér er hlekkur á frásögn Önnu Sveinsdóttur, kennara, af Thorkilliisjóðnum; hér er æviágrip Thokilliusar á wikipedia; og svo er til bók um hann, Jón Skálholtsrektor, eftir Gunnar M. Magnús.
Sjóðurinn greiddi síðan um áratuga skeið skólagjöld fátækustu barnanna í þessum Torkillii-barnaskóla og fleiri skólum sem stofnaðir voru í kjölfarið hér um slóðir, allt til 1913. Efnaðri foreldrar greiddu skólagjöld barna sinna, um 10 ríkisdali á ári. Fyrstu árin bjuggu sum barnanna á skólatíma í risi skólahússins. Í 6. gr. Reglugjörðar skólans segir: „Þau börn, sem um skólatímann verða heimilisföst í skólanum, skulu hafa með sjer nægan fatnað, rúmföt og gjörða skó fyrir allan skólatímann.“ Ráðið var fólk til að annast þau, ásamt því að þrífa húsið og kynda. Þannig var skólinn fyrstu árin bæði heimavistarskóli og heimangönguskóli og einnig var börnum komið fyrir á nálægum bæjum, m.a. börnunum úr Njarðvík, en fyrstu árin var skólinn líka fyrir Njarðvíkinga, uns þeir komu sér upp eigin skóla, fyrst 1876. Einnig var frá upphafi vísir að unglingaskóla (fyrir fermd börn) og handavinnukennsla fyrir stúlkur, en aðsókn að því reyndist lítil.
Meira er sagt um Thorkilliisjóð og hlutverk hans í 21. þætti.
Heimildir: Gunnar M. Magnúss 1959 Jón Skálholtsrektor. Anna Sveinsdóttir, Ágrip af skólasögu Garðabæjar.
Reglugjörð, til bráðabirgða, samþykkt á almennum barnaskólafundi í skólahúsinu 13. sept. 1872 fyrir Thorchillii
barnaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi. Bréf landshöfðingjans (um 1200 rd. Lán úr Thorkilliisjóði). Alþingistíðindi 1874 bls.17.
Myndin er af fyrstu grein fyrrnefndrar reglugerðar, með skrift Stefáns.
- Starfsmenn
- Matseðill
- Stefnur og áætlanir
- Bókasafnið
- Skólasöngurinn
-
150 ára saga
-
Þættir úr sögu skólans
- 1. þáttur: Þriðji elsti barnaskóli sem enn starfar
- 2. þáttur: Torchillii-sjóður og skóli fyrir alla
- 3. þáttur: Fjölþætt starf á 56 fermetrum
- 4. þáttur: Upphafsmaðurinn Stefán Thorarensen
- 5. þáttur: Séra Stefán og stofnun skólans
- 6. þáttur: Skólamenntun á Íslandi frá upphafi
- 7. þáttur: Meira um Thorkillius, Jón Þorkelsson
- 8. þáttur: Elstu barnaskólar landsins
- 9. þáttur: Barnaskóli í Keflavík frá 1887 eða fyrr
- 10. þáttur: Áður en skólinn kom til
- 11. þáttur: Hvernig var hér suður með sjó árið 1872
- 12. þáttur: Vatnsleysustrandarhreppur sjávarþorp á 19. öld?
- 13. þáttur: Skóli einnig stofnaður í Garðinum árið 1872
- 14. þáttur: Ögmundur Sigurðsson, merkur skólamaður
- 15. þáttur: Skólar á Suðurnesjum 1890
- 16. þáttur: Fyrsti vetur skólans á Vatnsleysuströnd
- 17. þáttur: Fyrstu kennararnir - ungir menn á uppleið
- 18. þáttur: Kennarar um aldamótin 1900
- 19. þáttur: Margir skólar, mörg skólahús í sömu sveit
- 20. þáttur: Skólakerfi í mótun um aldamótin 1900
- 21. þáttur: Námsgögn - frá allsleysi til ofgnóttar
- 22. þáttur: Kennslan á Vatnsleysuströnd um 1900
- 23. þáttur: Vatnsleysuskólinn og Ingibjörg Erlendsdóttir
- 24. þáttur: Úr dagbók kennara í Vatnsleysuskóla
- 25. þáttur: Árni Theodór 1910-1920 - og ófarir skólanefndar
- 26. þáttur: Svo kom kennslukona með kennarapróf
- 27. þáttur: Í skólanum hjá Viktoríu
- 28. þáttur: Landsins fyrsti skólabíll - öll kennsla á einum stað
- 29. þáttur: Nýtt og betra hús Brunnastaðaskóla
- 30. þáttur: Skóli, þinghús og samkomuhús
- 31. þáttur: Ungmennaskóli - miðskóli - gagnfræðaskóli...
- 32. þáttur: Íþróttir og sundkennsla
- 33. þáttur: Skólinn fluttur í Voga
- 34. þáttur: Hvernig var í skólanum 1970-1990?
- 35. þáttur: Félagslíf - Skólaferðalög
- 36. þáttur: Afmælishátíð 1. október 2022
- 37. þáttur: Tónlistarkennsla í 150 ár
- 38. þáttur: Mynd- og handmennt og heimilisfræði
- 39. þáttur: Skólinn, umhverfið, náttúran
- 40. þáttur: Samfélagið og skólinn
- 41. þáttur: Erlend mál og tengsl við útlönd
- 42. þáttur: Lesa, skrifa og reikna í 150 ár
- 43. þáttur: Menntun og skemmtun kennara
- 44. þáttur: Þrautseigir kennarar
- 45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga
- 46. þáttur: Jólahald í 150 ár og sögulok
- 47. þáttur: Fleira fólk í 150 ára skólasögu Voga - í stafrófsröð
- 48. þáttur: Fjöldi íbúa og nemenda fyrstu 150 ár skólans
- 49. þáttur: Heimildir
- 50. þáttur: Lokaorð - um þessi skólasöguskrif
- Myndir og verk nemenda
-
Þættir úr sögu skólans