20. desember 2024

Litlu jólin / skertur dagur

LITLU JÓLIN

Skemmtunin hefst með stofujólum kl. 10:00 þar sem hver nemandi mætir til umsjónarkennara í heimastofu. Börnin mega koma með kerti að heiman og stöðugan kertastjaka. Stofujólin hefjast með því að kveikt er á kertum og eiga nemendur og umsjónarkennari notalega stund saman. Nemendur mega koma með gos/djús og kökur eða sælgæti. Að lokum er pökkum dreift.

Börnin koma með pakka og innihaldið má ekki kosta meira en 1000 kr. Gætið þess að gjöfin geti verið fyrir alla.

Jólaball hefst svo fyrir alla nemendur kl. 11:00, jólasveinar kíkja í heimsókn og fá nemendur jólaglaðning. Litlu jólunum lýkur kl. 11:30 og þar með hefst jólafrí í Stóru-Vogaskóla og Frístund.S

Skólinn hefst aftur að loknu jólafríi föstudaginn 3. janúar 2025 á skertum skóladegi. Nemendur mæta kl. 9:40 samkvæmt stundaskrá og fara heim eftir hádegismat. Frístund er opin til kl. 16.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir samstarfið á árinu

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School