
Vorferðalag starfsfólks Stóru-Vogaskóla
Í gær var farin vorferð - óvissuferð skipulögð af ferðanefnd starfsmannafélagsins. Er óhætt að segja að margt í ferðinni hafi komið verulega á óvart. Leiðin lá fyrst í Kaffitár í Njarðvík þar sem vel var tekið á móti hópnum og mikill fróðleikur og margs konar kaffi var á boðstólum. Því næst lá leiðin í Hafnirnar þar sem skoðaður var merkilegur uppgröftur á fornminjum. Við Reykjanesvirkjun bættist í hópinn fyrrverandi bæjarstjóri Voga og núverandi bæjarstjóri Grindavíkur, Róbert Ragnarsson. Róbert varð síðan um stund leiðsögumaður hópsins - Gunnuhver - Kvikan í Grindavík o.fl. Ferðinni lauk síðan með borðhaldi í Álfagerði í Vogum. Mjög ánægjuleg ferð eins og myndir á myndavef sýna.