
Vogamarkaður
Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla og nemendafélag efna til markaðsdags í Tjarnarsal þann 29. mars næstkomandi milli kl. 11 og 15.
Á markaðnum mun kenna ýmissa grasa og verður forvitnilegt að sjá hvað verður á boðstólnum.
10. bekkur verður með kaffisölu og þeir sem vilja láta ljós sitt skína geta stigið á svið og látið aðra njóta listar sinnar.
Skráning fyrir söluaðstöðu er hjá Hrafnhildi í síma 866-2309 og þeir sem vilja troða upp skrái sig einnig þar.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Foreldra og nemendafélag Stóru-Vogaskóla