
Vísir að tölvusafni
Um þessar mundir eru nemendur í tölvuvali að vinna að uppsetningu að tölvusafns Í tölvuvali eru nemendur úr 9. og 10. bekk og fengu þeir það áhugaverða verkefni að taka í sundur nokkrar gamlar tölvur og hirða úr þeim þá hluti sem þær voru settar saman úr. Síðan voru hlutirnir festir upp á einum veggnum í tölvuverinu og merktir. Tilgangurinn með verkinu var tvíþættur, þ.e. að nemendur sæu úr hverju tölvurnar væru gerðar og síðan verða þessir hlutir til sýnis í tölvuverinu fyrir þá nemendur sem þangað koma í náinni framtíð.
Hér má sjá nokkra af tölvuhlutunum á veggspjaldinu.