
Viðbætur í Comeniusarhornið
Eins og áður hefur komið fram tekur Stóru-Vogaskóli nú þátt í Comeniusarverkefni með skólum á Ítalíu og í Tyrklandi. Í öllum skólunum hefur verið komið upp því sem kallað hefur verið Comenius Corner eða Comeniusarhornið. Í okkar skóla er sífellt verið að bæta fleiru í safnið, m.a. myndum, fánum o.fl. Við hvetjum þá sem koma í heimsókn í skólann til að kíkja á það sem safnast hefur.