
Vegna veðurspár þriðjudaginn 7. febrúar

Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir okkar landsvæði. Skólastarf verður óbreytt og við minnum á að skólinn er öruggt skjól en foreldrar þurfa að fylgja barni sínu í og úr skóla ef þannig viðrar. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Vinsamlega fylgist vel með veðurspám og tilkynningum.