4. febrúar 2025

Vegna slæmrar veðurspár

Vegna slæmrar veðurspár

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem gefin hefur verið út fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 5. febrúar, biðjum við ykkur vinsamlegast að vera viðbúin að sækja börn ykkar í grunnskóla og frístund ef veðurspáin gengur eftir. Gert er ráð fyrir að veðrið skelli á um kl. 14.

Skólastarf verður óbreytt og við minnum á að skólinn er öruggt skjól en foreldrar þurfa að fylgja barni sínu í og úr skóla ef þannig viðrar. 

Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi barna og starfsfólks í ljósi væntanlegra veðuraðstæðna. 

Það er einnig slæm spá fyrir fimmtudaginn svo við biðjum ykkur að fylgjast vel með pósti varðandi skólahald á fimmtudag. Vinsamlega fylgist vel með veðurspám og tilkynningum.

https://www.storuvogaskoli.is/hagnytt/ovedur---storm---burza

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School