
Útikennsla í sumaryl
Nú þegar vorið er að renna inn í sumarið er það vinsælt í Stóru-Vogaskóla að fara með nemendur út úr kennslustofunum og út í náttúruna í næsta nágrenni skólans. Á meðfylgjandi mynd má sjá 2. bekkinn skammt frá tjarnarbakkanum þar sem Inga Sigrún og Diljá eru segja nemendunum frá þeirri byggð sem var þar fyrr á tímum.