
Upplestrarkeppni Stóru-Vogaskóla
Föstudaginn 21.febrúar verður upplestrarkeppni skólans hjá 7.bekk kl. 8:15. Hún fer fram í Tjarnarsal og verða foreldrar nemenda boðnir á hana. Þá verða valdir 4 nemendur til að taka þátt í lokahátíðinni sem fer fram í Grindavík þann 20.mars.