
Upplestrarkeppni 7.b

Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.b. í Stóru-Vogaskóla fór fram í Tjarnarsal 6. mars. Dómarar völdu þau Ásdísi Völu Einarsdóttur, Elvar Ásmundsson og Ólaf Má Pétursson til að taka þátt í Lokakeppni hátíðarinnar sem fram fer í Grindavík þann 19. mars. Þar munu þau etja kappi, við þá nemendur sem komust áfram úr bekkjarkeppnum sinna skóla, þ.e. Grunnskóla Grindavíkur, Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.