
Undirbúningur fyrir árshátíð
Árshátíð skólans verður haldin á fimmtudaginn í næstu viku. Nú standa yfir æfingar hjá öllum bekkjum og liggur við að það sé slegist um æfingapláss í Tjarnarsal. Allt mun það þó ganga upp og ríkir mikil eftirvænting í skólanum. Dagskráin verður kynnt þegar nær dregur.
Þessi mynd er frá uppákomu hjá 4. bekk fyrr í vetur.