
UKULELE námskeið-lækkað verð
Sáum okkur fært að lækka verð á Ukulele námskeiðinu. Síðustu forvöð að skrá sig, nokkur sæti laus.
Nú á vorönn verður boðið upp á námskeið þar sem nemendur, 6-16 ára, geta lært að spila á Ukulele. Kennt verður á miðvikudögum, fljótlega eftir að skóla lýkur og verður fyrsti tíminn11.mars og sá síðasti 6.maí. Miðað er við 8 nemendur í hóp.
Ukulele er 4ra strengja hljóðfæri, lítur út eins og lítill gítar og því létt og meðfærilegt. Það er ódýrt og tiltölulega auðvelt að ná tökum á því og góður grunnur fyrir gítarnám.
Námskeiðið tekur 8 vikur, 1 tími á viku og kostar 14.000 kr.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Dísu ritara frá kl.7:30-15:30 fyrir 9.mars.
Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga