
Tónlist fyrir alla / Dúó Stemma

Listahópurinn List fyrir alla kom í heimsókn í Stóru-Vogaskóla með dagskrána Heyrðu villuhrafninn mig fyrir nemendur í 1.-4. bekk og elsta árgang leikskólans Suðurvalla.
Heyrðu Villuhrafninn mig er hljóðsaga um sögupersónuna Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í miklu ævintýri með Dúdda, besta vini sínum. Dvergurinn Bokki, Villuhrafninn, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan Bárðarbunga koma m.a. við sögu.
Tónleikhús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja.