
Tónleikar í Garði

Tónlistarskólinn í Garði bauð 1. bekk á tónleika í vikunni. Tónleikarnir voru byggðir á sögu Hallfríðar Ólafsdóttur um Maxímús Músíkús og var saga leiklesin með undirspili og söng. Nemendur nutu þess að kynnast framandi hljóðfærum og ekki spillti fyrir að fá að hitta Maxímús sjálfan í lok sýningar.