6. desember 2024

Stóru-Vogaskóli hlýtur viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024 á Íslandi

Stóru-Vogaskóli hlýtur viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024 á Íslandi

Á þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni sín, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu.

Á hverju ári er einnig besta eTwinning verkefni ársins útnefnt, en það er það verkefni sem fær hæstu stig við mati á umsókn um gæðamerkið. Í ár fer sú viðurkenning til Stóru-Vogaskóla fyrir verkefnið Basta Carbo! en verkefnastjórnunin var í höndunum á Marc Portal, kennara við skólann. Landskrifstofan óskar Stóru-Vogaskóla hjartanlega til hamingju með útnefninguna!

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School