
Stelpur og tækni 2020

Stelpurnar í unglingadeild tóku þátt í Stelpur og tækni 2020 þann 20. maí í boði HR og lærðu þær á Wordpress vefsíðuforritið og Sonic-Pi tónlistarforritið. Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin með deginum er að kynna fyrir stelpum ýmsa möguleika í tækninámi og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Stelpurnar skemmtu sér vel og vonandi kveiknaði áhugi á forritun hjá einhverjum þeirra!