
Starfsmaður óskast

Stóru-Vogaskóli auglýsir eftir starfsmanni í Frístund og skólaliða í þrif.
Í Sveitarfélaginu Vogum er starfræktur frístundaskóli fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Þar er nemendum boðið upp á tómstundir sem hæfa aldri þeirra og þroska, að loknum skóladegi til klukkan 17. Skólaliði sér um ræstingar, stuðning og gæslu í skólanum.
Vinnutími er 9-17.
Helstu verkefni og ábyrgð |
|
· Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn í samráði við skólastjóra · Leiðbeina börnum í leik og starfi · Samráð og samvinna við börn og starfsfólk · Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk grunnskóla · Þrif í skólanum og gæsla |
|
Hæfniskröfur |
|
· Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi · Áhugi á að vinna með börnum · Frumkvæði og sjálfstæði · Færni í samskiptum Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. |
|
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250. Umsóknir má senda á skoli@vogar.is |