
Spurningakeppni grunnskólanna
Mánudaginn 2. mars var undanriðill í spurningakeppni grunnskólanna haldin hér í Stóru-Vogaskóla. Við í Stóru-Vogaskóla tókum þátt og kepptum á móti Öldutúnsskóla frá Hafnarfirði. Þeir sem kepptu fyrir okkar hönd voru Valtýr og Arnar í 10.bekk og Gunnlaugur í 9.bekk, þeir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir tap. Vonum bara að gangi betur á næsta ári.
Frétt skrifuð af Stefáni Svanberg 8. bekk (Fjölmiðlaval)