
Spurningakeppni Grunnskólanna
Þann 23. nóvember tók Stóru-Vogaskóli þátt í Spurningakeppni Grunnskólanna. Keppnin fór fram í Grunnskólanum í Sandgerði. 7 skólar tóku þátt og komust 4 skólar áfram og munu þeir etja kappi aftur síðar til að skera úr um hvaða skóli verður svæðismeistari á Reykjanesi. Svæðismeistarinn mun svo taka þá í lokakeppni þar sem einn skóli mun standa uppi sem sigurvegari.
3 nemendur úr 10. bekk skipuðu lið Stóru-Vogaskóla. Það voru þau Anna Kristín Baldurdóttir, Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir og Sveinn Ólafur Lúðvíksson. Skemmst er frá því að segja að lið Stóru-Vogaskóla komst áfram, ásamt Holtaskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla, og munu þeir mætast síðar til að skera úr um hvaða skóli af þessum 4 verður svæðismeistari.