
Skólasetning 2024

Skólasetning verður haldin í Tjarnarsal, fimmtudaginn 22. ágúst:
Kl. 09:00 mæta nemendur í 2., 3. og 4. bekk
kl. 10:00 mæta nemendur í 5., 6. og 7. bekk
kl. 11:00 mæta nemendur í 8., 9. og 10. bekk
Á skólasetningunni flytur skólastjóri stutt ávarp en síðan er haldið í stofur með umsjónarkennara. Þar fara kennarar yfir áherslur í námi, kennslu og helstu viðfangsefni vetrarins. Gert er ráð fyrir að þetta taki u.þ.b. klukkustund.
Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir til viðtals til umsjónarkennara þennan dag.
Föstudagur 23. ágúst:
Skólastarf hjá öllum nemendum hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Skólasetning hjá 1. bekk verður í byrjun þessa fyrsta skóladags kl. 08:00 í Tjarnarsal.