
Skipulag á vordögum 2023
30. maí Hefðbundinn kennsludagur
31. maí Vordagur (Uppbrotsdagur)
- 8:00-9:20 – Tiltekt í heimastofum, nemendur hjá umsjónarkennara (gengið frá bókum, námsgögnum og nemendur taka með sér gögn heim).
- 9:40 – Leggja af stað upp í íþróttahús ásamt umsjónarkennara.
- 10:00-11:00 – Skólahlaup, hlaupið verður í tveimur flokkum, keppnis og skemmti. Skráning í keppnisflokk á skrifstofu skólans. Verðlaun verða veitt í keppnisflokki á skólaslitum. Fyrir þá sem vilja hlaupa í búning verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta búninginn. Þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa fá annað hlutverk.
- 11:40-13:00 – Nemendur hjá umsjónarkennurum, klára frágang.
- Frístund tekur við í lok skóladags.
1. júní Vordagur (Skertur dagur, kl: 9:00-12:00)
1.-4. bekkur
Nemendur fara í gönguferð, sá grasfræi í móann og leika sér í fjörunni. Nemendur eiga að vera klæddir eftir veðri. Umsjónarkennarar ákveða hvort það megi hjóla og þá að sjálfsögðu með hjálminn, ef nemendur mæta hjálmlausir þurfa þeir að ganga. Pylsur í skóla kl. 11:30. Frístund tekur við að mat loknum.
5.-7. bekkur
Nemendur fara í útivistarferð að Háabjalla. Nemendur eiga að vera klæddir eftir veðri. Gott að mæta á hjóli og að sjálfsögðu með hjálminn, ef nemendur mæta hjálmlausir þurfa þeir að ganga. Pylsur á Háabjalla í lokin.
8.-9. bekkur
Skemmtigarðurinn í Smáralind og pítsa.
8. bekkur
Leikið í skóla. Pylsur í skóla.
2. júní Skólaslit í Tjarnarsal
1.-5. bekkur kl. 10:00
6.-10. bekkur kl. 11:00
Kveðja stjórnendur og starfsfólk