
Sandfok stöðvar sundkennslu
Föstudaginn 7. janúar þurfti að fella niður sundkennslu við Stóru-Vogaskóla þar sem mikið sandfok hafði gert laugina ónothæfa. Mikill vindur var að norðan og fóru vindhviðurnar upp í 26 m á sek þegar mest lét. Það á eftir að verða mikið verk að þrífa svæðið þegar storminn lægir. Myndir frá lauginni eru á myndavef skólans.