
Samvera á sal - 5. og 9. bekkur
Á morgun verður samvera í Tjarnarsal og hefst hún kl. 08:00 með dagskrá 9. bekkjar þar sem tónlist verður í fyrirrúmi. Kl. 08:40 taka síðan nemendur 5. bekkjar við keflinu og verða með sína dagskrá. Ennfremur mun Þorvaldur stýra fjöldasöng þar sem þemað verður vinátta en næsta vika verður vinavika í skólanum. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru eins og venjulega velkomnir.