
Samvera á sal - 1. bekkur með dagskrá
Í dag var það 1. bekkur undir stjórn Tinnu umsjónarkennara sem sá um dagskrána á samverunni. En það komu fleiri að því tveir hópar frá Tónlistaskóla Voga tróðu upp. Tveir hópar úr 1. bekk léku tvö lög á ásláttarhljóðfæri og síðan léku 4 nemendur á píanó og stjórnaði Laufey Waage þeim þætti. Síðan lék gítarsveit nokkur lög undir stjórn Þorvaldar Arnar. Sjá myndir á myndavef skólans.