
Nýung í Comeniusarsamstarfinu
Í dag þegar nemendur Stóru-Vogaskóla söfnuðust í Tjarnarsal til að syngja jólasöngva þá var söngnum útvarpað beint il vinaskóla okkar í Noregi og Belgíu. Nemendur Straumen skule í Noregi og VBS De Kiem í Belgíu fylgdust með söngnum gegnum forritið Skype sem er í auknum mæli notað í samskiptum milli vinaskólanna. Í lok samverunnar gátu norsku og íslensku nemendurnir séð hvorir aðra og óskað gleðilegra jóla.
Íris kennari sá um undirleikinn af miklu öryggi.