Myndverk á hafnargarðinn
Verkefnið: Hafið, var verkefni sem 8. 9. og 10. bekkingar gerðu þann 26.04.2024.
Unglingadeild Stóru-Vogaskóla tóku sig til og máluðu steypta hlutann á hafnargarðinum.
Byrjað var á að mála vegginn bláan, síðan var unnið með orð á íslensku um hafið.
Málaðar voru öldur á vegginn ofarlega og tókst það með ágætum.
Í lokin tóku fjórir nemendur sig til og máluðu tvo steina og merktu sem steina, það var skemmtilegt framtak.
Í heildina var þetta skemmtilegur dagur, veðrið lék við okkur enda bongó blíða 😊
Skemmtilegt verkefni sem alltaf er hægt að bæta við og vonandi verður þetta til að við lífgum upp á bæinn og skreytum bæinn með fleiri myndum.