
Melkorka í 10. bekk vann söngkeppni
Melkorka Rós Hjartardóttir nemandi í 10. bekk tók þátt í Samfestningnum, sem er söngkeppni félagsmiðstöðva sem haldin var í Laugardaghöll sl. helgi. Melkorka tók þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Borunnar í Vogum á Vatnsleysuströnd og bar sigur úr býtum.
Melkorka söng íslenska útgáfu af lagi Eltons John, Your Song. Íslenska textann við lagið gerðu Bríet Sunna og Gísli Þórarinsson.
Keppninni var sjónvarpað í beinni útsendingu á Rúv og er hægt að horfa á upptöku frá keppninni inni á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is og í sjónvarpi Símans.
Starfsfólk skólans óskar henni til hamingju með árangurinn.
Í myndasafni má sjá myndir þegar Melkorka söng fyrir nemendur og fékk afhent blóm frá skólanum.