
Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg föstudaginn var hjá 4.bekk og stóðu nemendur sig frábærlega vel. Nemendur úr 3.bekk komu og horfðu á en að þessu sinni fengu aðstandendur ekki að koma. Var hún tekin upp og hægt að horfa á hana hér
Markmið Litlu upplestrarkeppnarinnar er að auka lestrarfærni og bæta upplestur, að verða betri í lestri í dag en í gær.
Litla upplestrarkeppnin hófst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember og lýkur með þessarri upplestrarhátíð.
Nemendur fengu svo viðurkenningarskjöl að hátíð lokinni.