
Leikskólinn í heimsókn

Í vikunni kom skólahópur leikskólans í heimsókn og var það heldur betur skemmtileg tilbreyting en lítil hefur verið um heimsóknir í vetur vegna aðstæðna. Sumir lærðu myndmennt, aðrir fóru í dótaval og svo fóru allir saman í hádegismat og frímínútur. Það verður gaman að fá þennan flotta hóp í skólann okkar í haust.