
Jólaball í Stóru-Vogaskóla
Í dag héldu nemendur og starfsfólk skólans litlu-jól í heimastofum nemenda og að þeim loknum var haldið jólaball í Tjarnarsal. Hljómsveit skólans sem var skipuð þeim Laufey, Þorvaldi, Írisi og Hannesi lék þekkt jólalög og allir dönsuðu kringum jólatréð. Síðan komu tveir ágætir jólasveinar í heimsókn börnunum til mikillar gleði. Myndir frá jólaballinu má sjá á myndavef skólans. Þar sem hér er um að ræða síðustu frétt á heimasíðunni þetta árið þá skal tækifærið notað til að óska öllum lesendum hennar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.