
Hlaupadagur og kappleikir
Föstudaginn 27. maí var svonefndur hlaupadagur í Stóru-Vogaskóla. Allir nemendur tóku þátt og hlupu 1.-4. bekkingar 2 km og eldri nemendurnir 6 km. Að afloknu hlaupinu kepptu kennarar í körfubolta og brennó. Var af því hin besta skemmtan. Sjá myndir á myndavef skólans.