
Guðmundur Brynjólfsson kynnir bók sína í Tjarnarsal
Í morgun mætti Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur frá Hellum á Vatnsleysuströnd og las úr nýútkominni bók sinni sem hann hefur nefnt Þvílík vika. Var ekki að sjá annað en að upplesturinn félli áheyrendum vel í geð. Guðmundur sagði einnig frá veru sinni í Stóru-Vogaskóla.