
Grænfáninn afhentur
Grænfáninn í Stóru-Vogaskóla
Stóru-Vogaskóli fékk grænfánann afhentann á vorsýningu skólans á uppstigningardag. Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kom á vorsýningu skólans og afhenti fánann í þriðja sinn Í skólanum er umhverfisteymi sem í eru nemendur og starfsfólk. Stóru-Vogaskóli er skóli á grænni grein og fylgir skrefunum sjö til að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri. Þess vegna vill umhverfisteymi skólans að allar stofnanir sveitarfélagsins taki upp grænfánastefnu með hag okkar allra að leiðarljósi.