
Grænfánaúttekt í Stóru-Vogaskóla
Á dögunum fékk Stóru-Vogaskóli heimsókn frá Landvernd.
Tilefni heimsóknarinnar var að fara yfir stöðu umhverfismála í skólanum og gera úttekt sem samræmast verkefninu „Skólar á grænni grein“. Verkefnið miðar að því að hjálpa skólum að auka þekkingu nemenda, kennara og annara sem að skólanum koma, til að finna leiðir í átt að sjálfbærari jörð. Á síðast grænfánatímabili skólans var unnið með þemun, neysla og úrgangur, átthagar og landslag og náttúruvernd. Í úttektinni var farið yfir hvernig gengið hefur. Skólinn hlaut góða úttekt enda hafa verið mörg áhugaverð og fræðandi verkefni unnin í skólanum á tímabilinu.
Stóru-Vogaskóli fær því endurnýjun grænfánans fyrir næstu tvö ár sem verður fjórði grænfáni skólans.