
Góður árangur Stóru-Vogaskóla í skólahreysti
Keppt var í skólahreysti fimmtudaginn 3. mars. Keppendur voru: Magnús Árnason sem keppti á hraðabraut, Aldís Heba Jónsdóttir hraðabraut, Leó Smári Sigurjónsson dýfur og upphífingar og Sóley Ósk Hafsteinsdóttir hreystigreip og armbeygjur. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og lentu í fjórða sæti með 62 stig. Í 1. sæti var Holtaskóli með 82 stig, Heiðarskóli í 2. sæti með 66 stig og Hraunvallaskóli í 3. sæti með 62,5 stig. 15 skólar kepptu í þetta sinn.