
Glíma í íþróttatíma unglinga

Síðastliðin fimmtudag fengu 8. og 10.bekkur heimsókn í íþróttatíma glímukappann Jönu Lind. Hún kom til að kynna fyrir okkur íslenska glímu ásamt öðrum fangbrögðum og fengu nemendur jafnframt að prófa það. Jana er núverandi hafi Freyjumensins eða íslandsmeistari í glímu ásamt því að vera þrefaldur evrópumeistari í öðrum fangbrögðum. Við þökkum Jönu fyrir frábæran tíma og vonum að hún heimsæki okkur aftur fljótlega.