
Gjafir til Stóru-Vogaskóla
Á árshátíð skólans í gærkvöldi mættu tveir góðir gestir og færðu skólanum góðar gjafir. Að undanförnu hefur staðið yfir söfnun hjá skólanum fyrir nýrri myndavél. Svanborg Svansdóttir færði skólanum 25.000. krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík og Ólafur Kristmundsson færði skólanum 50.000. krónur frá Lionsklúbbnum Keili í Vogum. Skólastjóri tók á móti gjöfunum með góðum þökkum.