
Gítarnámskeið í Tónlistaskóla Voga
Gítarnámskeið
fyrir nemendur í 8.-10.bekk
Langar þig að læra að spila á gítar?
Nú er tækifærið.
Hannes Guðrúnarson verður með hljómanámskeið fyrir gítar. Námskeiðið tekur átta vikur, ein klukkustund í senn og verður kennslan á mánudögum eftir hádegi, fyrsti tími 17.janúar. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er 15.000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 440-6250, einnig er hægt að senda tölvupóst á: ritari@vogar.is
Tónlistarskóli Stóru-Vogaskóla